Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 106
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Marteins kaupmanns nefndist bókin: „Dydernis och Lasternis Kiende-
tegn, derhos det menneskelige Levnet“, og var gefin út í Kaupmanna-
höfn 1689. Skrifaði Marteinn ítarlega og langa hugvekju í upphafi
bókarinnar.
Marteinn Níelsson hefur verið vel kunnugur síra Guttormi á Hólm-
um. Ekki er ótrúlegt, að síra Guttormur hafi leitað til hans, þegar
vantaði góða gripi í kirkjuna. Á kirkjustólnum sést, að Marteinn
kaupmaður hefur verið fús til að reka erindi síra Guttorms í þessu
efni. Til merkis um kunningsskap þeirra Marteins og síra Guttorms,
skal þess getið, að við dauða Marteins sendi ekkja hans síra Gutt-
ormi prentaðan æviferil Marteins Níelssonar, sem háskólinn í Kaup-
mannahöfn gaf út (Programmata Funebra 30. maí 1697). Síra Gutt-
ormur leitaði til síra Bjarna í Þingmúla og bað hann að yrkja í sínu
nafni þakkarljóð fyrir þessa sendingu og jafnframt minningarljóð
um Martein kaupmann. Síra Bjarni valdi dróttkvæðan hátt fyrir
þetta kvæði.
I.
Þakka eg, fölski í flokki
flestum hér íslands presta,
mín góð Magdalena,
minnisstæð hugarins gæði
yðar og æi'upi'ýði
að unna mér lítt málkunnum
minning míns nágranna
að mega bezt í hug festa.
II.
Lesin lífsins í'eisa
leggur von Níelssonar
Marteins mér i hjai'ta
að muna nú hvað á dunar:
Vinheill maðurinn mikill
minn var í hverju sinni.
Drottins af orði og ótta
ótt rann dyggða gnóttin.
III.
Lengi vel klárum kóngi
krónuðum gjörði að þjóna,
— hámögn hæstu tignar
heldur sá Danaveldis, —
stórri embættis æru