Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 107
HÓLMAKIRKJA OG REYÐARFJARÐARKAUPMENN
107
unni að dyggðum kunnur;
situr nú í sal hvítum
sólar grams á stóli.
IV.
Hús Guðs halurinn vísi
hafði kær, þeim til æru
margt gaf með lund ljúfa
að lýsa Krists trúarvissu.
Milli þrátt, sviptur sóttum,
syngur nú guðs dýrlinga
hátt lof himna jöfri
í himinborg, firrtur sorgum.
V.
Auði og auðar gæðum
einatt fylgir krossbylgja,
reyndur sá mann guðs mundi
mein stór fá að reyna;
nú er lif fyrir gröf gefið,
gleðilyst fyrir angistir,
skin fyrir skúrinn honum
í skærum reit englasveita.
VI.
Deyja varð dáða hirðir,
drottins orð standa í skorðum:
„Þú ert jörð, þú skalt [verða]
og þitt hold aftur að moldu.“
Gefi mér Guð eilífur
góða stund og samfundi
okkur á akri þekkum
ódáins, að dýrð náum.
VII.
Virt dauf valla skartar,
virði góð kvinna ljóðin
velfá, vafin í sælu
og vandlegu guðs bístandi;
naura er dvöl hér í heimi,
hold veikt sígur að moldu.
Mun því Magdalena
meir lyst himins í vistir.
VIII.
Hann, sem að himna brunnar,
hauður, sjár, líf og dauði,