Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 117
HÓLMAKIRKJA OG REYÐARPJARÐARKAUPMENN
117
ur maður. sem lítur til hægri. Hefur hann geislabaug yfir höfði sér.
Postulinn er álútur nokkuð og heldur á kaleik í vinstri hendi sinni,
sem hann blessar yfir með tveimur fingrum hægri handar. Klædd-
ur er hann í grænan kyrtil- og rauð skikkja fellur yfir vinstri öxl
hans og hlykkjast niður herðar hans. Hægri fótur hans stendur fram-
ar hinum vinstri- og markar greinilega fyrir vinstri hnéskel í fell-
ingum kyrtilsins. Við hægri hlið Jóhannesar stendur örninn, sem
horfir á ská upp á postulann. Samkvæmt upplýsingum frá frú Sigrid
Christie í Osló mun hér vera um að ræða mynd, sem máluð er eftir
koparstungu Bussemachers (um 1600), sem gerð var eftir mynd
Martin de Vos. Að svo geti verið staðfestir mynd af Jóhannesi postula
hannesarmyndin í T0nder-kirkju. (8. mynd). Það er augljóst, að Jó-
hannesarmyndin í Tpnder og á Hólmum eiga sér sameiginlegt upp-
haf. En myndin í T0nder er gerð eftir koparstungu Ditmers, þar sem
við aftur á móti getum ekkert fullyrt um koparstunguna að baki
Hólma-Jóhannesi. Einn meginmunur er á myndum þessum. Á mynd-
inni í Tþnder sést greinilega, að ormur í drekalíki skríður upp úr
bikarnum. Þannig táknuðu menn eitur í helgilistinni. Ormur þessi
sést ekki á Hólma-Jóhannesi, en á prédikunarstólnum í Skálholti
er ormurinn í bikar postulans. Einkenni Jóhannesar í kirkjulistinni
er örninn, þegar átt er við hann sem guðspjallamann. En eiturbik-
arinn er táknmynd hans sem postula og bendir til þess atburðar, sem
segir frá í helgisögum, er Jóhannes var látinn drekka eiturbikar í
Efesus fyrir atbeina Aristodemusar æðstaprests, en Jóhannes
signdi fullið og varð honum ekki meint af hinum görótta drykk. Bæn
lians, eins og hún er geymd í helgisögunni, var á miðöldum notuð á
messudegi hans 27. desember. Atburður þessi varð, samkvæmt helgi-
sögunni, Guðs kristni mjög til framdráttar í Efesus. Var saga þessi
kunn meðal alþýðu manna á seinni hluta miðalda, og var því eitur-
bikarinn nærtækt einkenni postulans.
Kirkjuklukka. Lýkur hér frásögn af prédikunarstól Marteins
Kaupmanns, og verður nú rætt um kirkjuklukku þá, sem hann gaf
árið 1685. Hér er um að ræða eldri klukkuna, og þá minni, sem enn
er notuð í Reyðarfjarðarkirkju. Efst á klukku þessari er áletrun:
SOLI TEO GLORIA . ANO 1685. Og á kápunni stendur þetta: S.
GUTORM SIGFUSEN / LEFVERIE MALM og hinsvegar á kápunni
stendur: MORTEN NIELSEN BEKASTEDE KLOCHEN: Þvermál
klukkunnar neðst er 32,5 cm. Þessari klukku heilsaði síra Árni á
Þingvöllum svo, er hann vísiteraði Hólma 1697. „Ein Klukka heil
og hljooðgooð sem Presturinn Sr. Guttormur og Virðulegur Sal.: