Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 118
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mann MarteinNielsson hafa ummgjöra láti'ö úr tveimur Litlum brotn-
um Klukkum sem þessi kyrkja átti, Er þesse Klukka meö útlendsk-
um Rambhallde, önnur lýtil þó heil efter gómlu skikki.“
Árið 1397 voru samkvæmt Vilchins-máldaga 6 klukkur á Hólmum.
Máldagi Gísla biskups Jónssonar getur ekkert um klukkur staðar-
ins. En í vísitazíu Brynjólfs biskups segir: Halldast þrjár Klukkur
litlar“. Nú er ekki að vita, hvort þessar klukkur eru þrjár af hinum
gömlu miðaldaklukkum eða ekki. Eitt er víst, að tvær þeirra eru
teknar 1684—85 og upp úr þeim smíðuð ein stærri. Hver er ástæðan?
Hún er einfaldlega sú, að Kristján konungur fimmti, sendi vorið
1684 bréf til biskupa landsins, þar sem þeim var boðið að sjá til þess,
að öllum gömlum sprungnum klukkum, sem tilheyrðu dómkirkjum,
klaustrum og öðrum kirkjum, yrði komið í steypu, svo að þær mættu
aftur verða að gagni. Samkvæmt þessu konungsbréfi hefur Marteinn
kaupmaður haft með sér tvær hinna gömlu klukkna, þegar hann sigldi
til Kaupmannahafnar haustið 1684 og sett þær í klukkusteypu í Málm-
ey. Síðan hefur hann kostað gerð hinnar nýju klukku og flutt hana
til landsins aftur. Þessi klukka hefur síðan kallað Reyðfirðinga til
helgra tíða frá 1685 til dagsins í dag.
NÍELS HENDRIKSEN (1672—1745).
Eftirmaður Mortens Nielsen sem kaupmaður á Reyðarfirði var
Peter Wielandt. Hann hafði þó einkum á eigin höndum þrjár hafnir
á Snæfellsnesi (Grundarfjörð, Kumbaravog og Stykkishólm),en leigði
öðrum Eyjafjörð og Reyðarfjörð. Upphaflega sýnist Peter Wielandt
hafa leigt Jacob kaupmanni Nielsen verzlunina á Reyðarfirði, en hann
hafði einnig á leigu verzlunina á Berufirði. Hann er kallaður Reyð-
arfjarðarkaupmaður á prédikunarstólnum í Norðfjarðarkirkju, en
hann var gefinn kirkjunni á Skorrastað árið 1700. Á honum eru
myndir af Kristi, Pétri postula og guðspjallamönnunum fjórum, og á
efra leturbekk stólsins er þetta sálmavers, sem trúlega er ort af til-
efninu:
„Gud taler selv af dette Sted
lad op et villigt 0re.
Hvert Hierte være vel bered
efter det at gi0re.“
En á neðra leturbekknum stendur: „Gud til Ære. Kierchen til Zirat
er D. P. stoel givit af Rfidefiords Ki0bm. Jacob Nielsen A°'. 1700.“
Árið 1704 fær Jacob Nielsen sér til samstarfs við verzlunina á