Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 120
120
ÁRBÓIC FORNLEIFAFÉLAGSINS
Reyðarfirði mann, sem á því ári var tekinn í gildi Islandskaupmanna.
Það er Níels Hendriksen. Níels þessi kemur síðan mjög við sögu
íslandsverzlunarinnar næstu áratugi, og reynist afar farsæll í starfi
sínu. En jafnvel þótt hægt sé að telja hann í flokki beztu og far-
sælustu Islandskaupmanna, er hann engu að síður eitt bezta dæmið
um það, hversu íslandsverzlunin var bundin við borgarastétt Kaup-
mannahafnar og þar með vöxt borgarinnar, þannig að Islendingum
gafst enginn kostur á því að eflast af kaupmennsku.
Níels Hendriksen var fæddur um 1672. Ungur að árum var liann
sendur til Reyðarfjarðar sem vikapiltur. Þar efldist frami hans svo
mjög, að 32 ára að aldri fær hann borgarabréf sem íslandskaup-
maður, og hefur hann auðvitað notið til þess óvenju góðra hæfileika
sinna til verzlunarstarfa. Fyrstu ár hans sem kaupmanns falla á
tíma Norðurlandaófriðarins. Auðvitað olli stríð þetta ýmsum erfið-
leikum fyrir kaupmenn, en Níels virðist hafa sloppið sæmilega vel
frá því. Fyrstu árin var hann í samstaríi við Jacob Nielsen, og
höfðu þeir verzlunina á leigu frá ekkju Peters Wielandt, en frá
1712 var Níels einsamall aðalleigutaki Reyðarfjarðarverzlunar og
hélt hann henni á leigu til 1743, er Hörmangarar tóku við verzlun-
inni. Veturinn 1712—13 var erfiður Islandskaupmönnum vegna
ófriðarins, og urðu skip þeirra að hafa vetursetu í Noregi. Þar á
meðal var skip Níelsar kaupmanns, og voru með því yfirkaupmaður
hans Friedrich Povelsen Holst og undirkaupmaðurinn Sþren Jensen.
Árið 1719 var Níels Hendrichsen skipaður af konungi í hið 32
manna undirráð Kaupmannahafnar, og upp frá því hefst frami hans
sem embættismanns í þjónustu konungs. Var hann skipaður í fjöl-
margar trúnaðarstöður, en einkum þær, sem vörðuðu kirkjumál og
skóla. Um 1720 sá hann um byggingu Frúarskóla í Kaupmanna-
höfn, og 1721 varð hann einn af gjaldkerum Munaðarleysingjahúss-
ins (Vajsenhússins). Frá 1719 var hann fjárhaldsmaður Nicolai-
kirkjunnar í Kaupmannahöfn, og bætti fjárhag hennar svo mjög,
að kirkjan var níu árum síðar komin úr 10.000 ríkisdala skuld og
átti að auki nokkrar eignir. Um þær mundir sótti hann um það til
konungs að komast í borgarráðið, og veitti konungur honum það þann
14. júlí 1727. Fjöldi annarra trúnaðarstarfa var honum falinn, en
af þeim er formennska hans í félagi lausakaupmanna 1733—1743
mikilvægust fyrir íslenzka sögu, því að félag þetta hafði Islands-
verzlunina á hendi. Árið 1743 var Níels kaupmaður Hendriksson
orðinn svo forríkur, að eignir hans töldust 44.700 ríkisdala virði,
og var hann því hæsti skattgreiðandi í verzlunarhverfinu („Strönd-