Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Síða 121
HÓLMAKIRKJA OG REYÐARFJARÐARKAUPMENN
121
inni“). Árið 1729 eignaðist hann óðalssetrið Vesterbygaard, 2 mílum
suðaustan við Kalundborg. Að lokum var Níels Hendriksson gerður
að varaborgarstjóra í Kaupmannahöfn 1743 og hélt hann því embætti
til dauðadags, 9. október 1745.
Kaupmaður Níels var tvígiftur. Fyrri kona hans var Anna Aug-
usta Brandt. Voru þau bæði af lágum stigum. Nefndi hann því son
sinn með þessari konu sinni Augustus Nielsen. Þessi kona dó ásamt
móður sinni í plágunni 1711, og voru þær jarðsettar í gröf nr. 29 í
syðri kirkjugangi Nikolaikirkjunnar. Árið eftir giftist hann Agnete
Birgitte Finckenhagen (f. 1693). Með því hjónabandi komst hann í
raðir stórborgaranna í Kaupmannahöfn, og nefndi upp frá því börn
sín með ættarnafninu Henriksen. Kunnasti sonur hans er Henrik
Henriksen, sem síðar var aðlaður undir nafninu Hielmstjerne. Hend-
rik fæddist 1715 og varð kunnur sem kancellískrifari. Frægastur
er hann þó fyrir að hafa notað auð sinn til bóka- og myntsöfnunar,
enda eru margar af elztu bókum Konunglegu bókhlöðunnar frá hon-
um komnar. Er hann heiðraður með minnismerki í sölum bókhlöð-
unnar ásamt þeim Thott og Suhm. Dóttir Henriks Hielmstjerne
giftist greifanum Nikulási Ludvig de Rosencrone, forsætisráðherra
Dana 1780—84, en hann var af íslenzkum ættum. Þau hjónin stofn-
uðu síðan „Hielmstjerne-Rosencrone sjóðinn“, sem veitt hefur mörg-
um vísindamanninum stuðning til vísindastarfa.
Svo vel vill til, að til er koparstunga (nánar tiltekið svartlistar-
mynd) af Níels kaupmanni Hendriksen (9. mynd). Hún er unnin
árið 1746 af kunnum listamanni í Danmörku á þeim árum, V. D.
Preisler (1717—65). Myndin sýnir kaupmann Níels á efri árum,
þegar hann er orðinn einn auðugasti maður Kaupmannahafnar. Hann
er fríður sýnum og augljóslega þriflegur í holdum. Undir myndinni
er skjaldarmerki hans, ásamt nafni hans í latneskri mynd: Nicolaus
Henrichsen og upplýsingum um æfiferil hans í stuttu máli. Nafnið
Nikolaus er mikilvægt fyrir okkur, því að í íslenzkum kveðskap er
liann jöfnum höndum nefndur ,,Níels“ eða ,,Lási“. Síra Bjarni í Þing-
múla yrkir ekki færri en fjögur heil kvæði um hann, auk þess sem
hann minnist á hann og dönsku kaupmennina í ljóðabréfum til barna
sinna. Gæði Ijóðanna eru misjöfn, enda verður að hafa í huga, að
maður á níræðisaldri heldur á pennanum, en ljóðin eru sögulegar
heimildir. Um áttræðisaldur (um 1700) yrkir hann og hefur þá rætt
um neyðina á Héraði:
Eins er lýðurinn fjarða farinn.
Fiskur enginn gefast réð,