Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 122
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
frá því dró út danski skarinn
duglega fullan bátinn með;
hinir tveir, sem fyrri fóru
af fiskum lika mettir vóru,
helzt of mikil gæði af geim
garpar lögðu í magann á þeim.
Nú er mörgum sultur í sjónum,
sópað allt úr kaupmanns búð.
Engin gæði af ufsa frónum,
allt er í burtu kram og skrúð,
tóbak, vín og borðar bláir,
bjór á staupum, gleranna skjáir,
brúsi enginn borinn að sjá,
sem brúnum lyfti mölinni á.
Illa er farið oft með gæði.
Ekki tjáir að neita því.
Einkum þegar áta og fæði
eru til nóg um margan bý.
En þó að landsmenn fiskinn fali,
fá þeir naumt að markatali,
en flestum þykir frægðar spil
að fleygja honum i þann danska hyl.“
(Lbs. 838 4t-<h Sólarsýn, bls. 50).
Kaupmaður Níels varð síðfara á Reyðarfjörð 1708 vegna hafísa.
Um það orti síra Bjarni langan brag (20 erindi). Hafísinn vekur
síra Bjarna til hugleiðinga um varnir landsins.
Þó honum fylgi rosið rammt,
rokur og úrinn stríði,
fastlega ver hann frónið samt
fyrir þeim vonda lýði.
Hildar klæði, hásigld för,
hallir og vigin stóru,
beittan geir og bogann með ör
brestur á landi vóru.
Hersígildi hinn græni ís
gefinn er ísalandi;
mátturinn guðs yfir manna rís
maktina, óvinnandi.
So þykkfrosinn saltan mar
sundur í stykki brýtur,