Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 123
HÓLMAKIRKJA OG REYÐARFJARÐARKAUPMENN
128
líkt sem herskip lægi þar,
landið i kringum flýtur.
(Lbs. 838, 4t<>, Sólarsýn, bls. 26—27).
En kaupmaður kemst inn, ef vel er beðið fyrir honum.
Lystugur komi í langa búð
Lási og semji kaupin.
Hann hefur bæði skyrtur og skrúð,
skálir og drykkjustaupin.
Ljúflega breyti lýðinn við,
sem lénað er gózið minna,
so að hann megi í frelsi og frið
fara til byggða sinna.
Mæli eg so fyrir málma gaut
mínu í ljóðavessi,
að fái hann sauði, fiska og naut
og fínlega bátinn lilessi.
Kaupmenn bæði og landsins lýður
lifi með spekt og hylli
dag og nótt, so friðurinn fríður
frjóvgist þeirra á milli.
Drepsótt, hungur og dauðans pín
dýrðar kóngurinn mýki
og láti oss so, þá lífið dvin,
lenda í himnaríki.
(Lbs. 838, 4l°).
Drepsóttin, sem síra Bjarni talar um, er stórabóla, sem þá hafði
gert mikinn usla í lífi landsmanna. En því hefi ég svo mörg orð um
þetta kvæði, að einmitt árið 1708 gáfu kaupmennirnir kaleik og patínu
til Hólmakirkju.
En helzta áhyggjuefni síra Bjarna á þessum árum var pappírs-
leysið. Gamli maðurinn varð að geta skrifað niður kvæðin sín. Því
yrkir hann um 1710:
Nái ei til vor Níels minn
nú í ár með pappírinn,
þá mega rita á roð og skinn
rekkar vítt um héröðin.