Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 124
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Atla eg sannist orða blað,
sem öldin gamla forðum kvað:
Enginn veit hann átti hvað
áður, fyrri en missti það.
(Lbs. 838, 4to).
En kaupmaður kemur fyrr en varir, og þá léttist brúnin á mörgum.
Kaupmann Níels kemur nú snart
og kastar í Reyðarfirði.
Kramið glansar mikið og margt,
sem mektuga búðin hirðir.
Firðreyðingar fagna þá,
fúsir að smakka vínum,
næmir að kyngja og nema so frá
nóttina munni sínum.
Þá er hið dökkva danska ról
dregið í nös og munninn,
kaupmannsskapar hin klára sól
úr kafinu er þá runnin.
Hjáleigur allar hljóma þá,
hauður og eyrin forna,
báturinn margur ægirinn á
æðir um kvöld og morgna.
Þá er gleði og þá er nú allt
])rautafagurt í sýni,
þá er staðið á hælum hallt,
en höfuðið fullt af vini.
(Lbs. 838, 40), Sólarsýn, bls. 84—85).
GJAFIR NÍELSAR KAUPMANNS
Ljósalcrónan. Árið 1967 sjáum við, að Marteinn sýslumaður
Rögnvaldsson (d. 1688) hefur gefið Hólmakirkju lítinn kertahjálm
sélegan með fjórum liljum og járnfesti. Marteinn þessi var sonur
síra Rögnvalds Einarssonar prests á Hólmum 1628—1660. Honum
er svo lýst, að hann hafi verið stöðugur, skynsamur, hraustmenni
mikið og spaklyndur. Var hann og bróðir Árna bónda í Eskifirði við
Reyðarfjörð. Marteinn lærði í skóla og sigldi 1658 og lærði í Kaup-
mannahöfn. Hann var einn af þremur íslenzkum stúdentum, sem
tóku þátt í vörn Kaupmannahafnar 1659. Síðan varð hann sýslumað-