Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 127
HÓLMAKIRKJA OG REYÐARFJARÐARKAUPMENN
127
greinilegt er, að þessa áletrun hefur viðvaningur gert. Skál kaleiks-
ins var að þvermáli 8,3 cm, en hefur þrengst nokkuð í nýlegri við-
gerð. Hæð kaleiksins er 15,8 cm. Hnúðurinn er kringlóttur með
fjórum hornum, og stendur J N R I á þeim. Skrautgylling er á
stétt kaleiksins. — Patínan er að þvermáli 11,8 cm, með gylltum
börmum og gylltri kringlu á botninum að ofan, en áletrun á botn-
inum. Kross er á barminum. Stimplar engir. — Áletrun kaleiks og
patínu er hin sama: Herrens hellige Alter til P'rydelse / Er denne
Kalch (Disch) forærit af höijacht=/bare och fornemme Mænd Sr
Jacob / Nielsen & Niels Hendrichsen som bege / Rödefiord hafn for
ober / Kiobmend / beseilett hafuer:/ 1 7 0 8.
Kaleikur þessi er síðan einn í notkun til ársins 1824. Þá bætast
við eigur kirkjunnar kaleikur og patína úr kapellunni á Útstekk (þáv.
Reyðarfjarðarkirkju), sem var í eigu Kyhns kaupmanns. Gripir
þessir eru minni en þeir, sem fyrir voru (Þjms. 7522 a-b), og má
sannfærast um það með því að líta á þá í sýningarsal Þjóðminjasafns.
Kaleikurinn er 13,4 cm á hæð, patínan 8,9 cm að þvermáli. Eru þau
bæði gyllt innan, en patínan með krosskringlu á barmi. Kaleikshnúð-
urinn er kringlóttur og snúra um og er þvermál hans 2,9 cm. Stéttin
er með stöllum, og er þvermál hennar 7,5 cm. Báðir gripirnir eru
óstimplaðir, og hélt Matthías Þórðarson, að gripirnir kynnu að vera
íslenzkir. Taldi hann gripina varla eldri en frá fyrri hluta 19. aldar.
En sé litið á forsögu gripanna má reikna með því, að þeir séu á svip-
uðum aldri og kertastjakarnir í Eskifjarðarkirkju, sem koma frá
sama stað og eru merktir: Georg Andreassen Kyihn 1790.
Árið 1850 hefði getað reynzt örlagaríkt í sögu þessara tveggja
kaleika. Þá var Helgi Thordersen biskup að vísitera, og óskaði hann
þess, „a.ð báðum þessum kaleikum yrði steipt saman svo kkjan gæti
eignast einn nægilega stóran og sæmandi“. Hefði síra Hallgrímur á
Hólmum hlýtt biskupsboði í þetta sinn, er ég hræddur um að þessi
ritgerð mín og rannsóknir þær, sem að baki liggja hefðu aldrei
litið dagsins ljós. Þess í stað hélt síra Hallgrímur áfram að tinbæta
kaleik Níelsar kaupmanns, og hélt hann því áfram að gegna sínu
hlutverki, þótt ljótur væri orðinn. Kaleikur Kyhns kaupmanns fór
á Þjóðminjasafnið 1917, en árið 1968 var gerð gagngerð viðgerð á
kaleik Níelsar Hendrikssonar. Vann Paul Oddgeirsson gullsmiður
þetta verk fyrir sóknarnefnd Reyðarfjarðarkirkju, og leysti það af
hendi af mikilli kostgæfni, svo að nú er kaleikur þessi sem nýr.