Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 132
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
T
krosssaumur, borusaumur og pellsaumur. Það sem hér fer á eftir er í
örstuttu máli það sem nú virðist hægt að segja um útsaumsheiti mið-
alda, eftir að rannsakaðar hafa verið áðurnefndar heimildir og sam-
anburður gerður við varðveittan íslenzkan útsaum frá seinni tímum
svo og útsaumsheiti, sem einkum hafa fundizt í ýmsum óprentuðum
úttektum, einnig frá seinni tímum, nú í Þjóðskjalasafni Islands
(Þjskjs.).
1 íslenzkum úttektum frá miðöldum kemur fyrir sprang (n.), lang-
oftast í sambandi við kirkjuskrúða, bæði ósamsett: \_dukur~\med
sprang, og í samsetningum sem nánar greina tegund hlutarins:
sprangdvkur, bæði dæmin fyrst kunnug 1394.2 Sama er að segja um
sögnina spranga, sem kemur fyrst fyrir árið 1318: duk sprangadann.'6
Sögnin kemur einnig fyrir í Tómas sögu erkibiskups hinni yngri, sem
talin er vera frá fyrri hluta 14. aldar: ... þa skal bera til synis þat
klokazta smaþing, sem huers hiakona hefir sprangat.4 í seinnitíma
heimildum koma auk þess fyrir nokkrar samsettar myndir: rid-
sprang, fyrst 1674,5 sprangsaumur, fyrst 1719,° og litsprangssaum-
ur 1735.7 Ekki er með vissu hægt að koma orðinu sprang heim við
varðveittan útsaum frá miðöldum. Af heimildum frá 17. öld, sem
nefna textíla sem enn eru til (Þjms. 7122 og 10951), má ráða að
orðið sprang hefur þá verið notað um verk unnin með lacis, þ. e.
ísaumuðu neti, en um þá útsaumsgerð hefur eflaust einnig verið
notað orðið riðsprang, sem fyrr var nefnt.8 Sennilega hefur orðið
sprang einnig verið notað um úrrakssaum eins og sýnt er á 1. mynd
(Þjms. 1924 og 11527) og hugsanlega almennt um opinn saum
(grunnasaum). Ekki er með fullri vissu vitað um miðaldaútsaum af
þessum tegundum á íslandi. Altarisbrún úr hvítum hör (Þjms. 8901),
sumpart unnin í riðsprangi og sumpart holbeinssaumi (8. mynd a),
a
1. mynd.
b