Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 138
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. mynd.
eða útsaum, enda bendir orðið veandasaumur, sem kemur fyrir fyrr
en glitsaumur, til þess að önnur orð kunni að hafa verið í notkun
um þræddan saum á miðöldum. Enn fremur vekja orð eins og lausa-
glit 154825 og knuta glit 15692(i spurningar, sem enn er ekki unnt að
svara. En vitað er frá seinni tíð, að minnsta kosti frá síðasta fjórð-
ungi 17. aldar, að glit í samsetningunni skakkaglit var notað um
þræddan saum eins og sýndur er á 4. mynd a, meðal annars árið 1692:
Saumad . . . Med skacha glit,27 einmitt í lýsingu eins af áðurnefnd-
um miðalda altarisklæðum (Nationalmus. 15313, 1855), og frá byrj-
un 18. aldar er greinilegt að orðið glitsaumur var notað um bæði
þau afbrigði, sem hér eru sýnd sem 4. mynd a og b.
Þó að ekki sé hægt að tengja orðið refilsaumur við varðveitt út-
saumsverk frá miðöldum fyrr en 1631,28 nefnilega altarisklæðið
Þjms. 3924 (6. mynd), sem talið er frá 15. öld og saumað með lögð-
um saumi eins og sýnt er á 7. mynd, er enginn vafi á að þetta mið-
aldaorð, sem fyrst kemur fyrir 1550: tiolld med refilsaum oþelud
8. mynd.