Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 140
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
10. mynd.
og Alltarisklædi med þeladan Refilsaum, enn fremur Refilsaums-
tialld,20 hefur verið notað um þessa útsaumsgerð. Refilsaumur,
ýmist saumaður í hörléreft eða ullartvist, var aðallega unninn með
marglitu ullarbandi, grófgerðu í undirþræðina, 7. mynd a, en fíngerð-
ara í yfirþræðina, 7. mynd b og c. Aukaspor til að gera útlínur og
stundum til að fylla minni fleti, voru varpleggur, einfaldur lagður
saumur, blómstursaumsspor, steypilykkja og skatteringarspor (8.
mynd b—f). Útlínurnar voru venjulega saumaðar fyrst, og síðan voru
fletirnir fylltir upp. Samtals hafa varðveitzt tólf útsaumsverk með
þessum saumi: einn refill, ein altarisbrún og tíu altarisklæði. Af þeim
eru átta (Þjms. 3924, 4380 b og 10933; Nationalmus. CLV, 1819;
CXCVIII, 1820 og 15379,1856, eitt í Rijksmuseum Twenthe, Enschede,
Hollandi, og eitt í Musée Cluny, París) alveg þakin útsaumi, en á
fjórum (Þjms. 4279, 10886 (9. mynd) og 10895; Nationalmus. CLII,
1819) er aðeins munstrið fyllt upp, nema á því síðastnefnda, þar sem
það er grunnurinn sem er fylltur en munstrið ekki. Enda bendir
áðurnefnd heimild um refilsaum einnig til þess að greint hafi verið
milli útsaumsverka með fylltum og ófylltum grunni: þelad og oþelad.
Rétt er að taka fram að orðið refilsaumur kemur aðeins fyrir í íslenzk-
um heimildum, að því vitað er.
Orðið krosssaumur verður ekki sett í samband við varðveitt út-
saumsverk fyrr en 1631.30 Er þar um að ræða altarisklæði frá 1617
(Þjms. 10940), sem er að mestu leyti saumað með fléttusaumi, 10.
mynd, þó með einstöku spori og innan um og saman við sérstæðum
sporaröðum af krossspori, 11. mynd. Orðið kemur fyi'st fyrir 1550:
11. mynd.