Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 141
ÍSLENZK ÚTSAUMSHEITI OG ÚTSAUMSGERÐIR
141
[Altarisklæcli] ... med krosssaum.31 Það felur áreiðanlega í sér báðar
þessar útsaumsgerðir, sem frá miðöldum finnast aðeins notaðar auka-
lega á altarisklæðunum þremur með þræddum saumi, sem talað var
um í sambandi við orðið glitsaumur. Á þeim er þó fléttuspor notað
meira en krossspor. Rannsókn á sérstaklega einu klæðinu (Þjms.
2371; 12. mynd) sýnir að bæði fléttusaumaðir fletir og einstakar
fléttusaumaðar sporaraðir eru yfirleitt saumaðar eins og sýnt er á
10. mynd c, og sums staðar þar sem einstök spor (10. mynd b) mynda
skáraðir, eru þau saumuð samanfléttuð, 10. mynd d og e. Annað af
þessum altarisklæðum (Nationalmus. 15313, 1855), sem reyndar er
kallað Krosssaums Alltariss klse.de í úttekt frá 168632 og á er tiltölulega
mikið af útsaumi þessarar tegundar, er eina varðveitta íslenzka dæmið
þangað til seint á 18. öld, þar sem krosssaumsspor ásamt með fléttu-
saumsspori er notað til að sauma fleti. I nútímamáli er greint milli
þessara tveggja aðferða. Fléttusaumsspor er ýmist kallað gamli ís-
lenzki krosssaumurinn ellegar fléttusaumur,33 og er þá hið síðara
sennilega bein þýðing úr dönsku, en krosssaumssporið er kallað kross-
saumur.
Orðið borusaumur kemur fyrst fyrir 1550: borusaums tialld og
[wænger] . . . med borusaum.3 4 Það er ekki hægt að setja í samband
við varðveittan útsaum frá miðöldum, en hins vegar óbeinlínis við
útsaumsverk frá seinni tímum, sem enn eru til. Með því að bera sam-
an úttektir frá 16. og 17. öld verður ljóst að hér hlýtur að vera um