Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 151
KRISTJÁN ELDJÁRN
UPPHAF VÖRUPENINGA Á ÍSLANDI
Þess eru dæmi á seinni hluta 19. aldar að í notkun væru hér á landi
einkamyntir eða verðmerki, sem kaupmenn gáfu út, aðallega til að
greiða verkamönnum kaup, en verkamennirnir notuðu svo aftur
til að borga vörur í verzlun viðkomandi kaupmanns. Fyrirkomulag
þetta var hið sama og tíðkaðist víða í löndum, en varð aldrei mjög
útbreitt hér. Er aðeins vitað um 30 mismunandi merki, að meðtöld-
um svonefndum adressumerkjum, sem notuð voru í minja- og auglýs-
ingaskyni eins og nafnspjöld nú, og einnig brauðpeningum, sem eru
nokkuð annars eðlis en verðmerkin. Raunveruleg verðmerki eru
aðeins 17 talsins, sem um er vitað.
Öll þessi merki minna mikið á myntir, enda oft kölluð mflnttegn
á dönsku, en fyrirmyndirnar að íslenzku verðmerkjunum eru sams
konar dönsk merki eins og nærri má geta. Heppilegt væri að kalla
þetta vörupeninga á íslenzku, og skal það lagt til hér. Islenzkir vöru-
peningar eru nú mjög eftirsóttir af söfnurum. Liðin eru 70 ár síðan
þeir voru síðast í notkun hér á landi, því að þeir voru bannaðir með
lögum nr. 41 8. nóv. 1901, þar sem fyrsta grein byrjar svo: „Enginn
má búa til, flytja inn eða gefa út neins konar verðmerki, hvorki mynt-
ir né seðla o. s. frv.“ (Stjórnartíðindi 1901, bls. 198). Skyldi vera
búið að innleysa vörupeningana fyrir 1. júlí 1902.
Hér er ekki ætlunin að skrifa ítarlega um íslenzka vörupeninga,
enda er þess varla þörf, þar eð það hefur verið gert áður. Fyrst er
að nefna Otto Blom. Carlsen: The Coinage of IcelancL and Greenland,
The Numismatist, vol. 42, ágúst 1929 (Federalsburg 1929), bls.
481—484. Því næst Sigurgeir Sigurjónsson: íslenzk myntslátta á
árunum 1859 til 1901, Frjáls verzlun 1949, bls. 49 o. áfr. Þetta mun
i öllum aðalatriðum vera gert eftir grein O. B. Carlsens. Loks er