Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 151

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 151
KRISTJÁN ELDJÁRN UPPHAF VÖRUPENINGA Á ÍSLANDI Þess eru dæmi á seinni hluta 19. aldar að í notkun væru hér á landi einkamyntir eða verðmerki, sem kaupmenn gáfu út, aðallega til að greiða verkamönnum kaup, en verkamennirnir notuðu svo aftur til að borga vörur í verzlun viðkomandi kaupmanns. Fyrirkomulag þetta var hið sama og tíðkaðist víða í löndum, en varð aldrei mjög útbreitt hér. Er aðeins vitað um 30 mismunandi merki, að meðtöld- um svonefndum adressumerkjum, sem notuð voru í minja- og auglýs- ingaskyni eins og nafnspjöld nú, og einnig brauðpeningum, sem eru nokkuð annars eðlis en verðmerkin. Raunveruleg verðmerki eru aðeins 17 talsins, sem um er vitað. Öll þessi merki minna mikið á myntir, enda oft kölluð mflnttegn á dönsku, en fyrirmyndirnar að íslenzku verðmerkjunum eru sams konar dönsk merki eins og nærri má geta. Heppilegt væri að kalla þetta vörupeninga á íslenzku, og skal það lagt til hér. Islenzkir vöru- peningar eru nú mjög eftirsóttir af söfnurum. Liðin eru 70 ár síðan þeir voru síðast í notkun hér á landi, því að þeir voru bannaðir með lögum nr. 41 8. nóv. 1901, þar sem fyrsta grein byrjar svo: „Enginn má búa til, flytja inn eða gefa út neins konar verðmerki, hvorki mynt- ir né seðla o. s. frv.“ (Stjórnartíðindi 1901, bls. 198). Skyldi vera búið að innleysa vörupeningana fyrir 1. júlí 1902. Hér er ekki ætlunin að skrifa ítarlega um íslenzka vörupeninga, enda er þess varla þörf, þar eð það hefur verið gert áður. Fyrst er að nefna Otto Blom. Carlsen: The Coinage of IcelancL and Greenland, The Numismatist, vol. 42, ágúst 1929 (Federalsburg 1929), bls. 481—484. Því næst Sigurgeir Sigurjónsson: íslenzk myntslátta á árunum 1859 til 1901, Frjáls verzlun 1949, bls. 49 o. áfr. Þetta mun i öllum aðalatriðum vera gert eftir grein O. B. Carlsens. Loks er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.