Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 161
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1971
Starfslið safnsins var óbreytt á árinu frá því sem verið hefur
undanfarin ár, en fastráðið starfsfólk safnsins er sem hér segir:
Þjóðminjavörður: Þór Magnússon.
Safnverðir: Gísli Gestsson, 1. safnvörður,
Árni Björnsson,
Elsa E. Guðjónsson,
Halldór J. Jónsson,
Þorkell Grímsson.
Skrifstofustúlkur: Hrönn Sigurgeirsdóttir,
Regína Birkis (í hálfu starfi hvor).
Auk þess var Lúðvík Kristjánsson rithöfundur eins og áður á
launaskrá safnsins vegna rannsóknarstarfa sinna og undirbúnings
að ritverki um íslenzka sjávarhætti. Miðar því verki nokkuð öruggt
fram, en vegna þess að heita má að hér sé algerlega um frumrann-
sóknir að ræða sækist það eðlilega seint, enda reynir höfundur að
þrautkanna allar heimildir, prentaðar sem óprentaðar, þannig að
sem fæst atriði verði útundan. Er Lúðvík nú búinn að semja frum-
drög að nokkrum köflum ritverksins fyrir svo utan það, að hann
hefur lagt mikið kapp á að afla teikninga og annarra mynda í sam-
bandi við lýsingar vinnubragða og vinnuaðferða fyrrum.
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi vann í safninu nokkra mán-
uði fyrri hluta ársins að viðgerðum safngripa. Einnig vann Þórður
Tómasson safnvörður nokkuð á vegum safnsins í sambandi við samn-
ingu spurningaskráa og aðra heimildaöflun til þjóðháttadeildar.
Almennt mn safnstörfin.
Störfin innan safnsins voru í stórum dráttum með sama sniði og
áður. Mesta breytingin innanhúss var sú, að vaxmyndasafnið sem
verið hefur til sýnis á efri hæð safnhússins um undanfarna nær tvo
11