Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 163
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1971
163
Tvær spurningaskrár voru sendar út á árinu, eins og venja hefur
verið. Hin fyrri fjallaði um hrossalælcningar og var unnin í samvinnu
við kanadískan fræðimann, George J. Houser, sem vinnur að riti um
hrossalækningar á Norðurlöndum. Hann ferðaðist víða um land af
þessu tilefni. Síðari skráin var hin fjórða í röðinni um heyskap og
snerist um heyvinnuföt, mat, matmálstíma o. fl.
Því miður voru engar söfnunarferðir farnar út á land á árinu
vegna anna við undirbúning norræna safnmannafundarins. Hins-
vegar var útvarpið notað sem tengiliður eins og undanfarin ár, og
barst mikið af upplýsingum úr þeirri átt. Þær upplýsingar voru
vitaskuld af ýmsu tagi, en sérstaklega bárust margar heimildir um
vatnsmyllur og vindmyllur í sveitum landsins.
Þess var getið í síðustu skýrslu, að vonir stæðu til, að tekin yrði
upp kennsla í þjóðfræðum við Háskóla Islands. Síðan hefur það gerzt,
að nokkurt fé var veitt í þessu skyni á fjárlögum fyrir árið 1972,
og mun því gerð nánari grein í skýrslu þess árs.
Þjóðháttadeildinni var veittur nokkur styrkur úr Vísindasjóði
til undirbúningsvinnu að gei'ð íslenzkra þjóðfræðikorta. Slík korta-
gerð yrði þó greinilega svo mikið fyrirtæki, að sérstakt starfslið
þyrfti til, sem helzt ætti að hafa fengið nokkra nasasjón af skyldri
starfsemi erlendis."
Á árinu var skjalasafn Tryggva Gunnarssonar, sem geymt hefur
verið hér í safninu ásamt öðrum persónulegum munum Tryggva frá
dauða hans, 1917, afhent til geymslu í skjalasafni Landsbanka Is-
lands og Seðlabanka Islands, en Þjóðminjasafnið er eftir sem áður
eigandi skjalasafnsins og getur krafizt þess aftur hvenær sem vera
vill. Bauðst skjalavörður bankanna, Haraldur Hannesson hagfræð-
ingur, til að raða og skrásetja skjalasafnið og ganga svo frá því sem
bezt væri kostur, en í því er eðlilega margt, sem snertir störf Tryggva
við Landsbankann er hann var bankastjóri. Var gerður sérstakur
samningur um afhendinguna, með samþykki menntamálaráðuneytis-
ins, og er safnið aðgengilegt fræðimönnum til afnota eftir sem áður.
Biskupskápa Jóns Arasonar, sem safnið hefur átt síðan 1897, var
send í apríl til Statens historiska museum í Stokkhólmi til viðgerð-
ar. Kápan var illa farin eftir aldalanga notkun, en hún hefur stund-
um verið lánuð fyrr á öldinni til að nota við biskupsvígslur, en sýnt
þótti að kápunni væru frekari skemmdir búnar ef ekki yrði gert við
hana hið bráðasta. Hafði David Baynes-Cope frá The British Museum
athugað kápuna fyrir nokkrum árum hér og lagt á ráðin um við-
gerð hennar, en viðgerðarverkstæði Statens historiska museum er