Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 165
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1971
165
Sýnimjar og aðsókn.
Sýningartími safnsins var hinn sami og verið hefur undanfarin
ár, annan hvorn dag yfir vetrarmánuðina en á hverjum degi yfir
sumarið, kl. 13.30—16,00, en þó var opið á hverjum degi frá og með
miðjum maí, enda voru ferðamenn þá farnir að koma í allmiklum
mæli í safnið. Safngestir urðu alls 47.835 og eru þá meðtaldir án-
ingarfarþegar Loftleiða, sem vfirleitt koma í tveimur hópum daglega.
Eru þó alltaf allmargir, einkum skólahópar, sem fá að sjá safnið
utan sýningartíma og eru ekki taldir, og má því áætla, að safngestir
séu nær 50 þúsund. Fjölgar safngestum mjög ár frá ári, og er tala
safngesta um 7.500 hærri en árið áður. Sýnir það, að safnið hefur
miklu hlutverki að gegna, bæði fyrir skólaæsku og landsmenn alla,
og eins fyrir ferðamenn, en láta mun nærri, að velflestir ferðamenn,
sem til landsins koma, komi í safnið.
Síðari hluta ársins hófust hinar reglulegu skólaheimsóknir aftur,
sem höfðu legið niðri eitt ár. Hafði Þórir Sigurðsson kennari um-
sjón þeirra á hendi.
Safnið efndi sjálft til einnar sérsýningar á árinu, sem haldin var
í sambandi við fund Félags norrænna safnmanna. Var það sýning á
allflestum vatnslitamynda Collingwoods, svo og ljósmyndum, sem
hann tók í ferðinni hingað 1897 og Mark Watson, hinn góðkunni vel-
unnari Þjóðminjasafnsins, lét stækka og gaf safninu fyrr á árinu.
Myndir þessar eru einkum merkar sem heimildarmyndir um ýmsa
þjóðlífsþætti fyrir aldamótin síðustu, byggingar, klæðaburð, reið-
skap og annað, og voru valdar til eftirtöku allar myndir Collingwoods
sem eitthvert gildi höfðu.
Sýningin hófst 15. ágúst og stóð til 31. ágúst. Sýningargestir voru
alls 2097. Aðrar sýningar í Bogasal voru:
Einar Hdkonarson, málverkasýning, 13.—21. febr.
Steinþór Gunnarsson, málverkasýning, 13.—21. marz.
Baltasar, málverkasýning, 27. marz—4. apríl.
Drífa Viðar, málverkasýning, 7.-12. apríl.
Hafsteinn Austmann, málverkasýning, 17.—25. apríl.
Sigríður Björnsdóttir, málverkasýning, 15.—23. maí.
Byggðarsögunefnd Eskifjarðar, sýning gamalla Eskif jarðarmynda,
28,—31. maí.
Hringur Jóhannesson, málverkasýning, 11.—19. sept.
Ragnheiður Jónsdóttir Ream, málverkasýning, 25. sept. — 3. okt.
Karl Kvaran, málverkasýning, 6.—14. nóv.