Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Page 166
166
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
íslenzk-pólska menningarféla.gið, pólskar auglýsingamyndir og
bókaskreytingar, 20.—28. nóv.
Jónas Gu&vwr'össon, málverkasýning, 4.—12. des.
Bogasalur er jafnan mjög eftirsóttur til listsýninga, einkum mál-
verkasýninga, og fá hann reyndar færri en vilja. Þó kemur oft á
tíðum fyrir, að sýningar falla niður á síðustu stundu, og verða því
nokkrar eyður í sýningartímann. Hins vegar má búast við, að eftir-
spurn eftir salnum minnki eitthvað þegar nýir sýningarsalir verða
teknir í notkun í hinum nýja listamannaskála, en meðan skortur er
á sæmilegu sýningarplássi fyrir tímabundnar sýningar hefur ekki
þótt fært að takmarka um of lán á Bogasal.
Þá ber einnig að nefna, að Náttúrufræðistofnun Islands hafði
sýningu í marz á geirfugli þeim, sem þá hafði nýlega verið keyptur
á uppboði í London fyrir samskotafé og gefinn Náttúrufræðistofn-
uninni. Sýning þessi var í anddyri safnsins og var mjög fjölsótt,
en tölur um aðsókn eru ekki fyrir hendi.
Nefna má og, að erfingjar Hálfdánar Bjarnasonar smiðs á Isa-
firði lánuðu safninu til sýningar um óákveðinn tíma tvö skipslíkön,
af kútter og skútu, er hann hafði smíðað. Eru líkönin sýnd í sjó-
minjadeild safnsins.
Safnauki.
Á árinu voru færðar 144 færslur í aðfangabók safnsins, sem er
svipaður fjöldi og undanfarin ár, en hinsvegar segir hann ekki til
um fjölda nýrra gripa í safninu, þar eð oft eru margir gripir inni-
faldir í sömu færslu. Meðal helztu nýrra gripa má nefna eftirfar-
andi:
Fimmtíu stækkaðar IjósmyncLir úr Islandsför Collingwoods 1897,
teknar af honum sjálfum, gef. Mark Watson, London; smáskatthol
með galdralæsingu, sm. af Boga Magnúsen, Skarði, dönsk silfur-
skeið frá 1683, úr eigu sr. Odds Eyjólfssonar í Vestmannaeyjum og
konu hans Kristínar Þórðardóttur, gamalt enskt vasaúr, súpuskeið
úr silfri eftir Björn Símonarson, og latnesk þýðing Passíusálmanna,
pr. 1785, með áletrun þýðandans sr. Hjörleifs Þórðarsonar til Valla-
nesskirkju (allt keypt úr dánarbúi); klébergssteinn úr bæjarrúst
í Vatnahverfi á Grænlandi með útskurði, gef. Ragnar Ásgeirsson fv.
ráðunautur; vefjarskeið úr gamla vefstaðnum, gef. Þorsteinn Guð-
Guðmundsson fv. bóndi á Reynivöllum í Suðursveit; rúmfjöl með