Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Qupperneq 168
168
ÁRBÖK FORNLEIKAFÉLAGSINS
rún Guðjónsdóttir, R.; Hinrik Ágústsson, R.; Grétar Eiríksson, R.;
Helga Guðmundsdóttir, Akureyri; Svavar Gests, R.; Sigurður Björns-
son, Kvískerjum.
Fornleifarannsólcnir og fornleifavarzla.
Fornleifarannsóknir voru gerðar á fimm stöðum á árinu, þótt
Þjóðminjasafnið kostaði aðeins þrjár þeirra. Er þar fyrst að nefna
endurrannsókn bæjarrústanna að Sámsstöðum í Þjórsárdal, sem
Þorsteinn Erlingsson skáld rannsakaði fyrst 1885. Sveinbjörn Rafns-
son fil. kand. og Helga Guðmundsdóttir fornfræðinemi önnuðust
rannsóknina, og var Gísli Gestsson með þeim um tíma. Rannsókninni
varð þó ekki lokið. Var skálinn og bakhúsin við hann grafin upp að
mestu, og fékkst þarna skýr mynd af bænum, sem hefur verið af
sömu megingerð og Stöng, en minni, og sést lag bæjarins reyndar
greinilega á teikningum Þorsteins Erlingssonar, þótt þær séu ófull-
komnar. Greinilegt var, að rannsókn Þorsteins hafði verið mjög
yfirborðskennd, enda gerð á skömmum tíma og við frumstæð skilyrði.
Þá stóð safnið einnig straum af rannsóknarferð dr. Kristjáns Eld-
járns til Papeyjar, þar sem hann hélt áfram rannsóknum sínum,
sem niðri hafa legið síðan 1969. Að þessu sinni voru med dr. Kristjáni
þeir Valgeir Vilhjálmsson hreppstjóri, Ingimar Sveinsson skóla-
stjóri og Árni Hjartarson jarðfræðistúdent. Þeir voru í eynni frá
31. ágúst til 8. sept. að báðum dögum meðtöldum. Veður reyndist
heldur óhagstætt, en þó varð að fullu rannsökuð lítil skálatóft hjá
Goðatættum vestur á eynni, eflaust frá 10. eða 11. öld, enn fremur
rústin undir Hellisbjargi, en sökum mikillar bleytu í rústunum og
vatnsaga allt í kringum þær, telur dr. Kristján að enn þyrfti að rann-
saka þessa rúst betur, meðal annars grafa frá útveggjum. Húsrúst
þessi virðist talsvert sérkennileg og þyrfti enn að komast betur eftir
réttu eðli hennar. I skálanum hjá Goðatættum fundust nokkrir forn-
gripir, sem ásamt skálanum sjálfum sýna að þetta eru verk nor-
rænna manna frá því snemma á öldum.
Þá var að frumkvæði Rotaryklúbbs Vestmannaeyja hafizt handa
um rannsóknir í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, og kostaði Vest-
mannaeyjabær þær rannsóknir. Hér er um að ræða rústirnar, sem
Matthías Þórðarson fann og rannsakaði lítillega árið 1924, en líkur
bentu til að þær væru af fornbæ. Þessar rannsóknir önnuðust Mar-
grét Hermannsdóttir og Mjöll Snæsdóttir fornfræðinemar. Luku þæi'
við rannsókn eins húss, sem virtist geta verið eldhús, enda voru