Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 172
172
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Gamla búðin á Eskifirði var flutt á árinu um set og stendur nú
um breidcl sinni aftar og vestar en áður. Þetta reyndist nauðsynlegt
vegna breikkunar götunnar, sem hún stendur við. Sá Ingvar Axels-
son einnig um flutning hennar, eins og Auðkúlukirkju, og jafnframt
var hafizt handa um viðgerð hússins. Verður þó allmikið verk að
koma því í gott horf, enda er húsið stórt og hefur verið breytt all-
mikið. Er enda ekki fullráðið, hvort það verður sett í upphaflegt horf
að öllu leyti, það fer einnig nokkuð eftir hlutverki hússins í fram-
tíðinni.
Þjóðminjavörður og Hörður Ágústsson skólastjóri fóru til Stykk-
ishólms um haustið og könnuðu Norska húsið, sem Snæfellsnessýsla
hefur nýlega keypt til varðveizlu. Gerðu þeir athugun á lofthæð og
efri hæð hússins og sögðu fyrir um byrjunarframkvæmdir, en minna
mun hafa orðið úr viðgerð á árinu en til var ætlazt.
Þá var fram haldið viðgerð Kirkjuvogskirkju í Höfnum, en svo
sem skýrt var frá í síðustu skýrslu var á síðustu stundu komið í veg
fyrir breytingu eða eyðileggingu hennar. Viðgerðin hefur reynzt
mun meiri og kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í upphafi, þar
eð máttarviðir máttu heita með öllu ónýtir og þurfti að endursmíða
kirkjuna að mestu leyti. Þá hafði innréttingunum verið kastað á
haug og þær því mun meira skemmdar en ef þær hefðu verið los-
aðar úr í því markmiði að nota þær aftur. Allt var þó notað, sem
unnt reyndist, og srníðað til viðbótar það, sem ónýtt var orðið, en
kirkjan mun í öllu hafa sama svip, innra sem ytra, og er hún var
nýbyggð.
Hörður Ágústsson skólastjóri og Þorsteinn Gunnarsson arkitekt
höfðu umsjón með viðgerðinni og kostaði Þjóðminjasafnið vinnu
þeirra.
Árlegai- lagfæringar voru svo framkvæmdar annars staðar eins
og venja er til, en ekki er ástæða til að telja þær upp sérstaklega.
ByggSasöfn.
Nýtt byggðasafn var opnað í Borgarnesi hinn 4. júlí 1971, Byggða-
safn Borgarf jarðar. Safninu hefur verið komið fyrir í húsnæði, sem
héraðið keypti fyrir bóka, skjala- og byggðasafn og er það á efri
hæð í iðnaðarhúsnæði ofarlega í kauptúninu. Gísli Gestsson safn-
vörður hafði fyrr á árinu dvalizt nokkrum sinnum í Borgarnesi tíma
og tíma við uppsetningu safnsins og einnig hafði kona hans, Guðrún
Sigurðardóttir, unnið að uppsetningunni með honum, einkum upp-