Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1972, Side 179
SKÝRSLA UH ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1971
179
Orðið var gefið laust, ef menn vildu ræða einhver félagsmál, en svo reynd-
ist ekki.
Að lokum flutti Lúðvik Kristjánsson rithöfundur erindi, sem hann nefndi
Mörgum er sár sölvahnefinn. Var þetta ítarlegt yfirlit um sölvatekju og sölva-
nytjar hér á landi fyrr á öldum, einkum frá landsnytjasjónarmiði en að lokum
var einnig drepið á nýtingu sölva til matar.
Formaður þakkaði fyrirlesara fyrir merkilegt erindi og bætti við nokkrum
athugasemdum.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.
Jón Steffensen.
Kristján Eldjáim.
STJÓRN FORNLEIFAFÉLAGSINS
Embættismenn, kjömir á aðalfundi 1971:
Formaður: Dr. Jón Steffensen prófessor.
Skrifari: Dr. Kristján Eldjárn.
Féhirðir: Gísli Gestsson safnvörður.
Endurskoðunarmenn: Einar Bjarnason prófessor
og Theodór B. Líndal fv. prófessor.
Varaformaður: Dr. Magnús Már Lárusson háskólarektor.
Varaskrifari: Þórhallur Vilmundarson prófessor.
Varaféhirðir: Þór Magnússon þjóðminjavörður.
Fulltrúar:
Til aðalfundar 1973:
Dr. Björn Þorsteinsson lektor.
Gils Guðmundsson alþingismaður.
Halldór J. Jónsson safnvörður.
Til aðalfundar 1975:
Þórður Tómasson safnvörður, Sltógum.
Dr. Sigurður Þórarinsson prófessor.
Dr. Sturla Friðriksson erfðafræðingur.
REIKNINGAR FORNLEIFAFÉLAGSINS 1970
Tekjur:
Sjóður frá fyrra ári:
Verðbréf........................................ 10.500,00
Innstæða í sparisjóði.......................... 254.422,75
Styrkur úr ríkissjóði.............................
Árgjöld 1969 .....................................
Seldar árbækur....................................
Vextir: af verðbréfum................................... 480,00
af sparisjóðsinnstæðu....................... 15.670,30
264.922,75
55.000,00
123.481,60
24.297,80
16.150,30
Samtals
483.852,45