Heimskringla - 25.09.1946, Qupperneq 11

Heimskringla - 25.09.1946, Qupperneq 11
WINNIPEG, 25. SEPT. 1946 HEIMSKRINGLA 11. SIÐA Congratulate Heimskringla on its 60th anniversary Paulin Chambers Co. Ltd. Winnipeg SEX ÞUMLUNGAR Á HÆÐ og skorinn úr við, var myndin af Jóhannesi gamla, þegar hún var fullgerð, og hnífur meistarans hafði sloppið og sneiddi í burtu part af andlitinu á honum. En plastic surgery bætti skaðann. Nýja nefið er efnafræðileg úrlausn, sem efnafræðingarnir hafa framleitt og við köllum Plastic Wood, framleitt í C-I-L Mál og Gljákvoðu deild, til heima- tilrauna og almennrar viðgerðar á götum og sprungum í við. C-I-L Plastic Wood er búinn til úr möluðum við, sem náttúran « hefir látið í té og hefir svo verið steypt í móti efnafræðinnar, og skilað til okkar efni, sem líkist kítti, en verður hart eins og viður. MEÐ EFNAFRÆÐI IN/46-11 The Makers of PAULIN’S Peerless ('ream Sodas White €ross Graham VVaíers n Annað bindi Áfanga nefnir dr. Nordal Svipi, og farast hon- um þannig orð um það í eftir- mála, sem bæði varpar birtu á tilorðningu þeirra ritgerða, efni og skoðun höfundar á þeim: “Sextán af tuttugu greinum í þessari bók eru tækifærisgrein- ar, sumar samdar eftir beiðni, fáeinar til orðnar á einni dag- stund. Samt voru þær því að eins skrifaðar og endurprentaðar hér, að mér var efni þeirra hugstætt áður og er það enn. Hitt er mér ljóst, að margar þeirra eru ekki annað en riss og engin gerir efn- inu full skil. Upphaflega ætlaði eg að kalla þetta bindi Mannlýs- ingar, en þegar eg lít yfir það, finst mér Svipir eiga betur við. Greinarnar eru (að einni undan- tekinni) um fólk, sem er horfið af sjónarsviðinu, fjórar þeirra um svipi frá löngu liðnum öld- um, sem örðugt er að fá ljósa vitneskju um, svo að ímyndunin hefir orðið að berja í bresti heim- ildanna. Þeim hefir öllum verið skorinn stakkur fyrirfram, ýmist af tímanum til þess að flytja þær sem erindi eða af rúmi í tíma- ritum og dagblöðum. Sum efnin hafa verið svo nærri mér, er um eftirmæli nýlátinna eða lýsing- ar lifandi vina var að ræða, að af þeim verður ekki búizt við sams konar hlutleysi nú við- leitni til þess að skýra lyndis- einkunn manna sem kostur er á, þegar fjarlægðin er hæfileg. Eigi að síður hefði mér fundizt rangt að taka ekki einhver sýn- ishorn slíkra greina. Vonandi er, að tilefnin hafi hvergi ginnt mig út í öfgar og altaf örli á skilningi sérstaklinganna. Eg hefi hins vegar orðið að velja þessi sýnis- horn meir af handahófi en hin- ar greinarnar.” Það ætla eg, -að fleirum fari eins og mér, að þeim sýnist sem hér sé af mikilli hógværð mælt, og ber það síst að lasta. En aHar gera greinar þessar efninu góð og glögg skil, þó að þær séu, eins og rök standa til, misjafnlega ít- arlegar, og það, sem enn meir er um vert, þær eru allar ritaðar af ríkum skilningi, og bregða þess- vegna upp lifandi myndum af þeim einstaklingum, sem þær lýsa, persónuleika þeirra, skap- höfn og hugðarefnum. Greinarnar, sem áður hafa komið út í ýmsum tímaritum og blöðum, eru samdar á árunum 1915—1941, og skyldi það í minni borið, þá þær eru lesnar, eins og vikið er að í eftirmálan- um. Hefjast þær á eftirmælum | eftir fóstru höfundar, Steinunni Steinsdóttur, en þá koma minn-j ingargreinar um þrjá kennara hans, þá séra Hjörleif Einarsson, prófessor Björn M. Ólsen og pró- fessor Finn Jónsson. Aðrar ritgerðir í safninu eru: “Björn úr Mörk”, “Grímur Thomsen”, “Matthías við Detti- foss”, “Völu-Steinn”, “Átrúnað- ur Egils Skallagrímssonar”, “André Courmont, “Tyrkja- Gudda”, “Indriði Einarsson”, “Bjarni Thorarensen”, “Herdís Andrésdóttir”, “Saga Eldeyjar- Hjalta”, “Benedikt S. Þórarins- son”, “Ingibjörg Jensdóttir”, “Einar Benediktsson”, Jóhann Sigurjónsson” og “Gunnhildur konungamóðir”. Höfundur hefir því sýnilega verið harla vandur að vali við- fangsefna sinna, og eigi ráðist á garðinn þar, sem hann var lægst- ur, heldur tekið til meðferðar, auk hinna merkustu fræðimanna og góðgerðarmanna íslenzkra bókmennta (sem Benedikt S. Þórarinsson), mörg höfuðskáld John S. Brooks Limited DUNVILLE. Ontario, Canada MAN UFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðamaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta vor að fornu og nýju, og túlkað skapgerð þeirra og ritverk með þeim hætti, að enginn, sem nokk- ura verulega rækt leggur við ís- lenzkar bókmenntir, fær gengið fram hjá þeim ritgerðum hans sér að skaðlausu. Hið sama má segja um aðrar þær ritgerðir í safninu, er fjalla um þá, sem eigi hafa getið sér frægðarorð á borð við höfuðskáldin, og gnæfa því eigi eins hátt við himin í minni og vitund þjóðarinnar. Skilning- urinn á viðfangsefninu er þar engu minni og handbragð mál- farsins engu ófágaðra eða ó- snjallara. Þarf eigi annað því til sönnunar, en minna á niðurlags- orðin í greininni um Steinunni íóstru höfundar: “'Hún varð aldrei það, sem hún hefði getað orðið. Hún fékk jafn- vel aldrei tækifæri til þess að sýna, hvað hún varð og var. Hún var kvenskörungur. Svó hef eg jafnan hugsað mér Bergþóru: fremur lága konu, en þétta á velli, með breitt enni, þróttmikla höku og neðri vörina dálítið framstandandi. Um Steinunni mátti vel segja, að hún var “dengur góður, en nokkuð skap- hörð”. Hún var hreinlynd og trygglynd, lítilmagninn og sá, sem aðkasti sætti, átti jafnan at- hvarf hjá henni, en hún var þung á bárunni ,ef móti henni var gert. Steinunn Steinsdóttir er ekki mjúklegt nafn fremur en Bergþóra Skarphéðinsdóttir. En sagan er ekki nema hálfsögð með því. Undir grjótinu íslenzka vak- ir jarðhitinn. Ylurinn á Berg- þórshvoli, sem ídtaf dró full- orðna synina frá heimilum sín- um í föðurgarðinn, kom frá hús- freyjunni. Og þeir hafa verið tímarnir, að fóstursonur Stein- unnar Steinsdóttur skildi, hvers- vegna Þórður Kárason vildi heldur sofna undir öldungshúð- inni hjá ömmu sinni en ganga út og lifa án hennar.” Margar fleiri merkar og snjall- ar ritgerðir hefir dr. Nordal sam- ið, sem eigi eru teknar með í þetta safn, og gerir hann meðal annars svofelda grein fyrir því í eftirmála sínum: “Fjórar ritgerðir, sem hefðu vel átt heima í þessu safni og gert það dálítið veigameira, eru hér ekki prentaðar af ýmsum á- stæðum. Ritgerð um Snorra Sturluson, sem birtist í Skírni 1916, varð síðar einn þátturinn i bók minni um Snorra. Ritgerð- irnar um Stephan G. Stephans- son framan við úrvalið úr And- vökum (1939) og Þorstein Er- lingsson framan við 4. útgáfu Þyrna (1943) eru of langar til þess, að hér væri rúm fyrir þær, enda eru Andvökur í mjög margra manna höndum, en Þyrn- ar nýprentaðir. Trúarlíf Jóns Magnússonar (Haralds Níelsson- ar fyrirlestur, 1941) var gefið út í sérstöku kveri og víst ekki upp- selt.” Að frágangi til er ritsafn þetta óvenjulega vandað og fallegt, og því Helgafells-útgáfunni til mik- ils sóma. i En með ritgerðum sínum, sem er að finna í umræddu bindi, og öðrum þeim, er nefndar voru, hefir dr. Nordal lagt mikinn skerf og varanlegan til aukins skilnings og listrænnar túlkun- ar á íslenzkum rithöfundum og bókmentum; ótalin eru þá hinar mörgu útgáfur hans og frumsam- in rit um þau fræði, svo sem hið mikla rit hans íslenzk menning, grundvallarrit, sem lengi mun vitnað til. Milýl er því skuldin, sem fræðimenn í norrænum fræðum hvarvetna og þjóð hans, standa í við dr. Sigurð Nordal sextugan. Minnugur þess, hvern öndvegis- sess hann skipar í rannsóknum og túlkun norrænna og íslenzkra fræða, dirfist eg að snúa upp á hann orðum sjálfs hans um dr. Bjöm M. Olsen, kennara hans og fyrirrennara: “Og nú mænir hann yfir kjarrið sem eitt af leið- armörkum framtíðarinnar.” NEFIÐ á honum er úr VIDAR KVOÐU’- — INTRODUCING — KOP-R-SEAL Net Preservative Practical fishermen have told us that KOP-R- SEAL preserves their nets better and for longer than anything else they have ever used. To treat nets, simply submerge in KOP-R-SEAL until the netting is thoroughly saturated, then hang up to dry. They will be ready for use within three hours. KOP-R-SEAL does not stiffen nets appreciably. The use of KOP-R-SEAL preservative material- t ly Iengthens the life of equipment and even under ordinary conditions it is imperative to use KOP-R-SEAL in order to hold down the cost of operation. The use of KOP-R-SEAL for the preservation of nets, ropes, etc., will keep your equipment from rotting, and in commission. KOP-R-SEIAL is available in Drums and in 5-gaIlon tins — DISTRIBUTORS — Hannesson Ltd. 55 Arthur Street WINNIPEG — MANITOBA

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.