Heimskringla - 25.09.1946, Qupperneq 15
WINNIPEG, 25. SEPT. 1946
HEIHSKRINGLA
15. SIÐA
manns eru einkum tvö mál sem
hann ber fyrir brjósti. í>au eru
félagsskapur og mentun; brýnir
hann þetta stöðugt fyrir lesend-
unum. Hjá Einari Hjörleifssyni
er gerð sífeld tilraun að lokka
fram, með lipurð og góðgirni,
fegurðarnæmið í hugsununum
um lífið og mennina. “Hug-
myndaríkið er fátækt og ljótt”
það er vor sárasta fátækt. Eggert
er aftur að hugsa um framtíðina,
um þau kjör sem vér fáum skap-
að oss og komandi kynslóðir eiga
að vaxa upp við og búa við. Að
upplagi var hann friðsamur og
góðgjarn. En hin seinni rit-
stjórnartíð hans féll inn í róstu-
samt tímabil þegar hver þóttist
mestur er gat skammast sem
verst. Sá sorglegi skilningur var
þá ríkjandi milli blaðaútgefend-
anna að eins líf væri annars
dauði. Átti hann því að verjast
endalausum ásóknum frá rit-
stjórn Lögbergs. Gat hann þess'
hvað leiðar sér væru þessar
blaðadeilur. Benti hann á að í 3
blöðum hefði Heimskringla orð-‘
ið að verja 168 þuml. lesmáls til
þess að svara samtímis 209 þuml.
ádeilulritgerðum í Lögbergi. —'
Þetta var blaðamenska þeirrar
tíðar.
Gestur Pálsson var rúmt ár
við blaðið. Sjálfur lýsir hann
tilgangi sínum og starfslöngun
bezt með stuttri málsgrein í blað-
inu 1. jan. 1891: “Vér óskum að
sannur mannkærleikur hverju
lífsskoðana nafni sem nefnist,
vinni sem oftast sigur og fái sem
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRIN GLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 194(i
C. Indridason
MOUNTAIN
NORTH DAKOTA
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
fáaldviniAoná
Shcrbrook Home Bakery
749 ELLICE AVENUE
WINNIPEG
Compliments
of
\
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
Modern Laundry Limited
MODERN CLEANERS
309 HARGRAVE ST.
Just North of Portage Ave.
Phone 93 177
iirriErs
mestu góðu til leiðar komið.”!
Hann var frábitinn deilum og
hrottaskap sem þá var aldarbrag-
ur-
Jón Ólafsson var aftur bar-
dagamaður. Hann var fólksins
maður og mun Heimskringla
aldrei hafa verið vinsælli en í
hans tíð. Hanri var fróðleiksmað-
ur ágætur og kunni manna bezt
að skrifa svo um hvert efni að al-
þýða hefði not af því. Haustið
1891 er honum hafði verið vikið
frá Lögbergi, stofnuðu nokkrir
vinir hans blað fyrir hann er
hann nefndi “Öldina”. Var Öld-
in sameinuð Heimskringlu með
marz-byrjun 1892, og tók Jón þá
við ritstjórn hins sameinaða
blaðs, — Heimskringlu og Ald-
arinnar. Var Heiiriskringla þá
um tíma gefin út tvisvar í viku.
En von bráðar var því hætt, en
Öldin gefin út sem mánaðarrit.
Það er þetta mánaðarrit sem er
eitt með ágætustu tímaritum er
út hafa verið gefin á íslenzku, er
sýnir fræðara hæfileika Jóns.
Þar koma fyrst á prent hinar af-
ar vinsælu Sögur Herlæknisins í
þýðingu eftir Matth. Jochumsson
og kvæðaflokkur Stephans G. St.
“Úti á víðavangi”. Jón ritar um
náttúruvísindi, breytiþróun, raf-
magn, bókmentir o. fl., alt á svo
ljósan og alþýðlegan hátt að all-
ir fylgdust með.
Um ritstjórn Einars Ólafsson-
ar er það helzta að segja að hann
var rökfastur, og ljós, en ritgerð-
ir hans voru ekki alþýðlegar.
Hugur hans hneigðist mjög að
þjóðfélagsmálum og síðustu ár
æfinnar var hann eindreginn
jafnaðarmaður. Hann var greind-
ur vel og gjönhugull og sá hið
kýmilega í mannlífinu mörgum
betur. Islendingur var hann
mikill og þjóðernissinni eftir
þeirrar tíðar merkingu orðsins.
Um Jón E. Eldon og Bjöm F.
Walters var þar sannast að þeir
fundu sig vel heima í róstum og
deilum og var þá fremur sókn en
vörn af Hkr. hálfu meðan þeir
sátu við stýrið. En hvorugur
var ritstjóri nema stuttan tíma
og komu því ritstjórnar hæfi-
leikar þeirra ekki fyllilega í ljós.
Lengstan tíma var B. L. Bald-
vinsson ritstjóri, allra þeirra er
við blaðið hafa verið, í 15 ár.
Aðal áhugaefni hans voru stjórn-
málin og tilrýmkun í trúarskoð-
unum. Hann var ljós í máli, al-
þýðlegur og þekti allra manna
bezt til Íslendinga hér í álfu. —
Hann hafði um langt skeið verið
Thos. Jackson & Sons
LIMITED
ORDEK YOUR FUEL NOW
Stott Briquets $15.50 ton
Phone 37 071 (Priv. Exch.)
370 Colony St. Winnipeg
*”Tons of Satisfaction"
MlftNIS 7
BETEL
í erfðaskrám yðar
vesturfara-agent og hefir hann
svo sjálfur sagt að vestur hafi
hann flutt yfir 10,000 manns. —
Fólki þessu kyntist hann á vest-
urferðum, leiðbeindi því eftir að
hingað kom og eignaðist tiltrú
þess og vináttu. Naut blaðið
mikilla vinsælda um hans daga.
Enginn hefir ákveðnar fylgt rit-
frelsisstefnunni en hann, og það
svo mjög að honum var legið áj
hálsi fyrir, að hann tæki upp í
blaðið árásargreinar á sjálfan
sig. En ekki gaf hann sig að því,
enda reyndist sú stefna hans rétt.
Hún var í samræmi við skoðanir
manna á frelsi. Svo er líka eng-
inn hlutur fávísum og öfgakend-
um skoðunum hættulegri en að
þeim sé leyft að koma í ljós.
Yfir suma þá ritstjóra er tóku
við af Baldvin verðum vér rúms-
ins vegna að hlaupa. Fylgdu
þeir margir í fótspor fyrirrenn-
ara sinna þó blaðið bæri ýms sér-
kenni þeirra að auk. Með rit-
snjöllustu og á margan hátt víð-
sýnustu mönnunum er við blaðið j
hafa verið í seinni tíð má nefna
Sigfús Halldórs frá Höfnum. —
Hann er stórgáfaður maður, rök-
fimur og ráðsnjall og mentur!
mæta vel.
Núverandi ritstjóri, Stefán!
Einarsson er lesendum Hkr. svo j
kunnur að eigi þarf að lýsa hon-!
um fyrir þeim. Hann er prúð-
menni hið mesta og hinn einlæg-
asti íslands vinur. Ritgerðir hans
állar bera með sér djúpa hugsun
og sannleiksþrá. Hann er alþýðu
vinur og leggur aðeins það til
mála er hann veit sannast vera.
ft
í Lincoln
PASSENGER CAR DEALERS
Mercury Trucks
AUTHORIZED SERVICE
★
A full Line of Genuine Mercury, Lincoln and
Ford Parts
Service Garage: 274 GOOD ST.
Office & Showroom: 276 COLONY ST.
NATI0NAL M0T0RS
Limited
PHONE 37 Ofrl
HEILLAóSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
TORONTO GROCERY
Paul Hallson, eigandi
714 ELLICE AVE. WINNIPEG, MAN.
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
WONDERLAND
UOSE
MAC’S
THEATRES
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
The
Co.
UIINNIPEG SUPPLY & fUEL^
812 BOYD BUILDING
Phone 98 161
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
Breslauer and Warren
JEWELLERS
410 PORTAGE AVE.
WINNIPEG
CONGRATULATIONS to HEIMSKRINGLA
on this its 60th Anniversary
September 25th 1946
r n ^>œ>
TVÍ mTWit
uu ÞNL
Established 1903