Heimskringla - 25.09.1946, Side 31
WINNIPEG, 25. SEPT. 1946
HEIMSKRINGLA
31. SIÐA
öllum sambýlisbyggingum stór-
um og smáum.
Frá þessu var skýrt nýlega, og
að með þessu ætlaði aðal veðláns
og húsaumsjónarfélagið að
hjálpa til og annast, að bráða-
birgðaskýla-nefndinni yrði gert
léttara fyrir að fá vitneskju um
allar auðar fjölskyldu-íbúðir,
hvar í landinu sem væri.
Argentína
Brezk viðskiftanefnd hefir
lokið við viðskifta og verzlunar-
samninga á Buenos Aires, er
f jalla mest um skuldir Bretlands
yfir stríðstímann.
Nema skuldirnar í alt $600,-
000,000. Nokkur hluti skuldar-
innar greiðist með því, að Ar-
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
Dr. L, A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BUILDING
WINNIPEG, MANITOBA
HEILLAÓSKIR til HEIMSKRINGLU
á sextíu ára afmæli hennar
25. september 1946
Kári W. Jóhannson
20 ALLOWAY AVE.
WINNIPEG, MAN.
gentína eignast járnbrautir, er
Bretar höfðu áður átt þar. Á
gjaldeyri þeim, er Bretar borga
svo með, verða engar hömlur
þannig, að hann gildi aðeins þar,
eða í þeim hlutum heims, er
sterlingspund gilda aðeins, held-
ur er hægt að nota þá hvar í
heimi sem er.
Ekki mun brezka stjórnin
borga vexti af skuldinni, en mun
greiða hærra verð fyrir kjöt,
hveiti og hráefni, er keypt voru
í Argentínu um stríðið.
Þar sem Argentínu-stjórnin
fær ekki vexti frá Bretum, hækk-
ar hún verð á nautakjöti einu, er
selt var um stríðið, um 45%.
Frá Bretlandi
Stálframleiðsla Bretlands
heldur áfram að aukast, eftir því
sem framleiðslu- og birgða
stjórnendum segist frá eftir
miðjan þennan mánuð.
Framleiðsla yfir ágústmánuð,
miðuð við hlutfallslegt meðaltal
ársins var 11,747,000 tonn, borið
saman við meðaltals framleiðslu
ágústmánaðar, síðastliðið ár er
var 9,465,000 tonn.
Meðlatals framleiðsla hálf-
hreinsaðs járns, var einnig hærri
í ágúst þetta ár — 7,558,000
tonn, en 6.358,000 í sama mánuði
í fyrra.
Bæði menn úr flugherliðinu á
Englandi, og einnig úr land- og
sjóhernum eiga að veita bænd-
um alla þá sjálp, sem möguleg
er, undir sérstökum kringum-
stæðum, við uppskeru þessa árs,
segir akuryrkjumála-ráðuneytið.
Ákveðin uppskerufrí fyrir þá
sem í herþjónustu eru, verða
framlengd; þeir sem hafa útent
ákveðinn uppskeruvinnutíma nú
þegar, í september-mánuði, fá
28 daga framlengingu, með því
móti að bændur sæki um það.
Aðal fjármálaráðherra stjórn-
arinnar á Bretlandi sagði fyrir
REYKJANÝPA
Veðurbarin regni rifin
reis í suðurátt.
Hjó með sínum hvassa meitli
himinhvolfið blátt.
Eins og burst á bæjarhúsi
báðumegin sneidd.
Lá í grjóthlíð geislalituð
Grettisskyrta breidd.
Þótt úr dökkum skýjaskákUm
skúrum væri helt,
sólskinið í sinni keltu
sí og æ ’ún hélt.
Svipmikil um suðurgluggann
sveini við ’ún hló.
Lýst af sól og lauguð regni
lögð um herðar snjó.
Léki eg mér hnokki á hlaði
hlypi kringum bæ,
sama heiða bláa burstin
blasti við mér æ.
Skifti hvorki lit né lagi,
lyftist yfir bygð,
fögur undir eldum sólar
eða mánasigð.
Ymsum hliðum sjá skal sanninn
sannleik þann eg nam,
þegar skaut að grannans garði
gnýpan hyrnu fram.
Horfi hverju hlaut að ráða
hvaðan sjón var rent,
holla staðreynd heimskum
sveini
hafði gnýpan kent.
Æ hef eg síðan æfi langa
eins og gat eg bezt,
reynt að sjá þá hyrnu er hinum
hafði yfirsézt.
Reynt að skilja heimsku og
hygni
horf og sjónarmið,
veita sannleik vinafáum
veikum njætti lið.
Páll Guðmundsson
skemstu, að engin fyrirsjáanleg
breyting yrði á gengi, eða geng-
ismun sterlingsþunds og dollars-
ins. Hugh Dalton, kanslari fjár-
málaréttarins, mintist á við
blaðamenn orðróm, að hækkandi
verðlag í Bandaríkjunum, gæti
haft áhrif á gengi sterlings-
pundsins. Kvaðst hann enga á-
stæðu sjá til að gera ráð fyrir,
að svo yrði.
Frá Nýja Sjálandi
Um 1,000 manns, er tilheyrir,
og vinnur við flugstöðvar Nýja
Sjálands, hafa byrjað verkfall
við tvær Auckland-stöðvar. —
Heimta þeir 40 klukkust. vinnu-
tíma á viku. Verkfall þetta byrj-
aði út af óánægju með skipun
frá flugfélags-yfirvöldunum um
að þeir yrðu að vinna á sunnu-
dagsmorgnum.
JUST
GOOD
COAL
★
Phone: 42871
★
Jubilee Coal
COi Ltd.
Corner CORYDON at OSBORNE STREET
Vér óskum Setmökrtnglu til
hamingju á sextíu ára
afmæli hennar
Hennar djarfa framkoma og stöðuga stefna
til viðhalds íslenzku máli, og hjálp til að tengja
vinabönd við ísland er oss gleðiefni.
Vér þökkum henni fyrir víðsýni og frjálslyndi
í trúmála skoðunum, og þann styrk er hún hefir
veitt vorum félagsskap.
Hið sameinaða kirkjufélag íslendinga
í Norður Ameríku
mtm
i:w y..v» M!
BÚNAÐARBANKl ÍSLANDS
Reykjavík
Útibú á Akureyri
Bankinn er stofnaður með lögum 14. júní 1929
^30?
Hann er sjálfstæð stofnun undir sérstakri
stjórn og er eign ríkisins. Trygging fyrir
innstæðufé er ábyrgð ríkissjóðs, auk eigna
bankans sjálfs.
Annast öll innlend bankaviðskifti