Lögrétta - 01.07.1932, Qupperneq 30

Lögrétta - 01.07.1932, Qupperneq 30
347 348 L ÖGRJETTA Drykkjuskapur var töluverður á þeim ár- um, ekki síst við slík tækifæri, og Hjálmari þótti gott í staupinu, þótt ekki megi hanrt kallast drykkjumaður. Símon kveðst hafa komið inn til Hjálmars á uppvaxtarárum sínum, og þótti honum það merkilegast, hve stórir voru bókaskápar Hjálmars. Ekki er mjer kunnugt um, hvernig til er orðinn „Þjóðfundarsöngur“ Hjálmars frá 1851. En hann er merkilegt kvæði. Hjálmar fylgir með æstum tilfinningum þeirri hreyf- ingu í þjóðlífinu, sem þá er uppi, og biður heitt til guðs, að hann opni ættjörðinni ein- hvern veg til hamingju. Aðrir hafa ekki kveðið þar fastara að orði. Hann segir: „... jeg vil svarinn son þinn tryggur samur vera í dag og gær, en hver þjer amar alls ótryggur eitraður visni niður i tær. ... Legg við, faðir, líknareyra, leið oss einhvern hjálpar stig, en viljirðu ekki orð mín heyra, eilíf náðin guðdómlig, skal mitt hróp af heitum dreyra himininn rjúfa kringum þig. ... Sjáðu, faðir, konu klökkva, sem kúrir öðrum þjóðum fjær; dimmir af skuggum dauðans mökkva, drottinn, til þín hrópum vær: Líknaðu oss, eða láttu sökkva í leg sitt aftur forna mær“. Þetta kvæði kemur eins og neyðaróp úr djúpi þjóðlífsins og sýnir, hver alda var risin að baki Jóni Sigurðssyni, er hann stóð á þjóðfundinum 1851. Þegar Hjálmar kveður til konungsins á þjóðhátíðinni, 23 árum síðar, kemur fram hjá honum lík lýsing á ættjörðinni: „Sjáðu hvað jeg er beinaber, brjóstin visin og fölvar kinnar“ ■— og „þrautir mínar í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur". En hann er þá miklu auðmýkri við konung- inn en hann var við guð almáttugan í þjóð- fundarsöngnum fyrir 23 árum, þar sem hann segir nú: „Konungleg vjer þín kyssum spor á kjöltu sem stígur vorrar móður". En jeg hygg, að Hjálmar hafi verið 1874, eins og 1851, túlkur þeirra tilfinninga, sem ríkastar voru hjá almenningi í hvorttveggja skiftið. Sagnir eru til um það, að Skag- firðingum hafi þótt kvæði Hjálmars ágætt og að þeim hafi líkað illa, er það var ekki flutt konungi á Þingvöllum, eins og Hjálm- ar ætlaðist til. En Hjálmar var kominn undir áttrætt þegar hann orti þjóðhátíðar- kvæðið og mátti þá vel heita höfuðskáld Norðlendinga. f ádeilukvæðum Hjálmars kemur víða fram megn beiskja út af því, hve gæðum heimsins sje ranglega skift milli mann- anna. Má benda á þessa vísu sem fulltrúa þeirra skoðana: „Er það gleði andskotans, umboðslaun og gróði, fjemunir þá fátæks manns íúria’ í ríkra sjóði“. Hann talar ekki í spaugi um fátækt sína, eins og Sigurður Breiðfjörð, heldur með gremju, eða þá með auðmýkt. En allir eru jafnir að lokum. Hugsunin í vísunni: „þú flytur á einum eins og jeg allra seinast hjeðan", kemur oft fyrir hjá honum. „Bráðum flytst jeg í jörð jafnríkur furstum heims", segir hann í einu kvæði sínu. En honum er meinilla við maurapúka og nirfla og hættir tii að vilja vista þá í neðri bygðum hinu- megin með ódáðalýð og illþýði, eins og Grími Ægi. Hjálmar lýsir dauða hans svo í Gönguhrólfsrímum: „Ferlcg vóru fjörbrot hans, fold og sjórinn stigu dans; gæðasljór með glæpafans Grímur fór til andskotans. ... Hitti að bragði Satan sinn, sönn fram lagði skilríkin. Glóðaflagða gramurinn Grím þá sagði veikominn".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.