Óðinn - 01.07.1920, Side 1
ÓÐINN
7. — 1«. BL.AD | .TtJLií — DKS. 10Í20 l XVI. Á){.
Hafn,
Landsbókasafnið, sem er ein merkasla menta-
stofnun landsins, hefur nýlega haldið aldarafmæli
sitt. Og það er einmitt
i sambandi við þessa
slofnun, að Rafns er
helsl og hlýjast minst
hjer á íslandi ennþá,
þó æfistarf hans hafi
að öðru leyti og aðal-
lega verið fyrir utan
hana. En það var hann,
sem varð til þess að
hrinda stofnun Lands-
bókasafnsins i fram-
kvæmd og hann fjekk
menn til að hefjast
þar handa og starfaði
altaf síðan af óeigin-
girni og ötulleik að
eflingu þess, útvegaði
þvi bækur og fje og
vann fyrir það á marg-
víslegan hátt annan.
En afskifti hans af
safninu er ekki hægt
að rekja hjer, en verð-
ur að vísa til minn-
ingarrits Landsbóka-
safnsins, eftir yfirbóka-
vörð Jón Jacobson.
En starfshugur og
dugnaður Rafns Ijet
víðar til sín taka í þessu
efni en hjer. Hann átli
t. d. frumkvæði að því,
að stofnuð væru, skömmu á ettir Landsbóka-
safninu, bókasöfn i þórshöfn á Færeyjum og á
Grænlandi. Yfirleitt má kanske segja, að aðalstarf
og gildi Rafns hafi legið í þeim síkvika og ódrep-
andi dugnaði, sem hann sýndi í því að hrinda af
stað ýmsum fyrirtækjum, sem til framfara horfðu
og bóta í þeim greinum, sem hann hafði áhuga
á, og í lægni hans og ákafa á því, að vekja áhuga
annara á þessu, svo að þeir legðu fram til þess fje
og krafta. því sjálfstæð vísindamenska sjálfs hans
hefur nú að ýmsu leyti
glatað gildi sínu og
starf hans t. d. að
fornritaútgáfum hefur
ekki þótt nákvæmt nje
vandað að öllu leyti.
Sama er um rúnaráðn-
ingar hans, enda var
það ekki fyr en all
löngu seinna, að þau
vísindi komust svo á
rekspöl og svo margar
og fullkomnar útgáfur
og söfn voru til af
rúnaristunum, að unt
væri að vinna þar með
fullri vísindalegri ná-
kvæmni.
En samt geymist
nafn Rafns í sögu nor-
rænna fræða — fyrst
og fremst fyrir það,
að hann stofnaði nor-
ræna fornrita- eða
fornleyfafjelagið, sem
nú er eitt stærsta og
öflugasta fjelagið, sem
fæst við þessi fræði og
hefur gefið út hvert
afbragsverkið á fætur
öðru og á nú höfuð-
stól, sem nemur um
185 þúsund krónum.
Það hefur t. d. gefið út Formannasögurnar, sem
hjer voru mikið lesnar og keyptar og í rauninni
meira ætlaðar sem alþýðuútgáfa, en vísindaleg út-
gáfa. Um svipað leyti komu einnig út danskar
þýðingar á sögunum og latneskar, eftir Sveinbjörn