Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 3
ÓÐINN
51
starfi, heldur með óbilandi natni og nákvæmni
grúskarans og þó um leið með ómengaðri tilfinn-
ingu og smekkvísi á mál og menningareinkenni
— og má segja, að slíkt sje fremur sjaldgæft sam-
fara hvort öðru.
Nokkuð hefur J. Á. skrifað meira en þjóðsög-
urnar, þó nú orðið beri lítið á því við hlið þeirra,
bæði æfisögu Lúthers og Karlamagnúsar sögu og
jafnvel á safni hans að gálum, þulum og skemt-
unum. Af öðrum störfum J. Á. er auðvitað helst
að geta bókavörslu hans við Landsbókasafnið —
áður Stiftisbókasafnið — en þeim störfum gegndi
hann frá 1848 — 1887. Fyrst fyrir 30 ríkisdali á
ári, en síðast fyrir 1000 krónur. Hjer er ekki rúin
til að rekja sögu hans þar, þó hún sje merkileg
að mörgu leyti, ekki einungis fyrir þróun safnsins,
heldur sem almenn íslensk menningarmynd og
sýnishorn þeirra kjara, sem margir andlegir starfs-
menn hafa ált hjer við að búa. En i þessu efni
verður að vísa til hins nákvæma yfirlits i hinu
ágæta minningarriti »Landsbókasafnsins« eftir Jón
Jacobson, þar sem rakin er startssaga J. Á. við
safnið. Annars átti hann ýmsan þátt í mörgum
fjelögum og fyrirtækjum sinna tíma, sem bók-
mentum hnigu og íslenskum fræðum. Hann átti
þátt í stofnun forngripasafnsins og var lengi um-
sjónarmaður þess. Hann starfaði einnig mikið fyrir
Bókmentafjelagið og var um skeið eftirlitsmaður
við Latínuskólann og biskupsskrifari. Um æfisögu
hans má annars vísa til ritgerðar Pálma Pálssonar
í 17. árg. Andvara.
En hjer verður þetta ekki rakið nánar, því
Oðinn vildi að eins Ieggja sinn skerf lil að geyma
minningu þessa mæta manns. En það að skrifa
nákvæmlega um hann, væri nærri sama og að
skrifa um eilt sjerkennilegasta og þróttmesta sviðið
í íslenskri menningar- og bókmentasögu — skrifa
um þau undralönd islenskra þjóðsagna, sem Jón
Árnason á beinlínis og óbeinlínis bestan og mestan
þátt í, að okkur standa opin. U/'ff-
0
M!in.ning,ar*rit Landsbókasafnsins eftir yfirbóka-
vörð Jón Jacobson er nýkomið út, mjög stór bók og
vönduð, með nákvæmu yfirliti yfir sögu safnsins í ann-
álsformi, myndum og tylgiskjölum. Upplagið er lítið og
einna mest sent erlendum bókasöfnum víðsvegar um
heim, til minningar um Landsbókasafnið.
0
Erla litla.
Erla Iitla, Erla,
þú ert mín fyrsta synd.
Á kvöldin orti’ eg kvæði um þig
og kyssti þína mynd.
Erla litla, Erla mín.
Og enn í kvöld jeg krans tii þín
af kossum mínum bind.
Erla litla, Erla,
þín ást var grimm og blind.
En hvernig sem þú kvaldir mig
jeg kyssti þína mynd.
Erla litla: jeg unni þjer!
t*ú varst sú sterka en vægðir mjer,
það var þín dauða-synd.
Erla lilla, Erla,
þú áttir líf og mátt.
Pú áttir söngva- og sólskinshöll,
með synd í liverri gátt.
Erla litla, Erla mín,
þú áttir guðdóm, ást og vín,
eld og hjartaslátt.
Uti kveður vorið unga
viðlögin sín. —
— Vorljóðin þin,
Erla litla, Erla mín.
Inni’ er drukkin brúðarskál,
— en heiskt er það vín.
— Brúðarskálin þín,
Erla litla, Erla mín.
Sig. Grímsson.
íslenskan.
íslenskan er alhragðs mál,
einkum tæp á broti,
í orkuraunum egghvast stál
í ástum töfrasproti.
Fnjóskur.