Óðinn - 01.07.1920, Page 9
ÓÐINN
57
Jeg fann, aö blindan var að koma yfir mig. Annaðhvort
varð því, að hrökkva eða stökkva! (Sterkara). Jeg vissi,
að það var jeg sem álti að bjarga henni — það var
mitt hlutverk. Það var það stóra, sem jeg er fæddur
til. Jeg fann að stundin var komin — stundin þegar það
ómögulega yrði framkvæmt — mundu hversu vei mjer
gekk í fyrstu — og jeg hikaði ekki!
Sigfla: Pabbi — leystu frá augunum! Pað er enginn,
sem vill gera það — og jeg get það ekki!
Ragnar: Nei, nei — jeg særi þig við alt sem þjer er
heilagt — gerðu það ekki núna! Nei — pabbi jeg verð
brjálaður ef þú gerir það! Pað er ennþá ekki liðinn
nógu iangur tími frá uppskurðinum. Gefðu mjer frelsi
þangað til á morgun!
Björn: Nei!
Ragnar: Pangað til seinl í kvöld! Bindið verður að
takast frá í myrkri. Augun þola ekki birtuna í fyrstunni.
Petta er stærsta bónin, sem jeg hefi beðið þig!
Björn (eftir skamma stund): Jeg gef þjer frelsi — þangað
til i kvöld! Heppnist þjer fítldirfska þín — reyni jeg að
fyrirgefa þjer! En hafirðu rænt hana sjóninni, þá . . .
(þagnar — fer með Siggu — í dyrunum). í kvöld!
Ragnar (rólegur): Pakka þjer fyrir — það er mjer nóg!
Ólöf (kemur): Ragnar!
Ragnar: Pví komstu með Siggu?
Olöf: Jeg gat ekki aftrað því. Hún heyrði einhvern
segja, að pabbi hennar væri kominn. Pú heldur ef til
vill, að það hafi verið gaman að fást við liana allan
þennan tíma?
Ragnar: Komdu hjerna, Ólöf!
Ólöf (nálgast liann).
Ragnar (tekur um hendur hennar): Heldurðu að það
lánist? (Ákaft). Heldurðu að hún fái sjónina aftur?
Ólöf: Pað get jeg ekki sagt þjer!
Ragnar: Jú, segðu það! Segðu að hún fái sjónina.
Segðu það — og jeg trúi því!
Ólöf: Pví skyldi jeg segja það, sem jeg ekki veit!
Ragnar (þrýstir henni að barmi sjer): Jeg skipa þjer
að trúa þvi!
Ólöf: Jeg skal vona það og trúa því með þjer!
Ragnar: Pú trúir því ekki! (Vonlaust). Jeg trúi því
heldur ekki! (Setst — byrgir andlitið í höndunum). Jeg
hef rænt hana sjóninni! Ó, guð hjálpi mjer!
Ólöf: Hún hefur lofað, að taka það með stillingu
hvernig sem fer.
Ragnar: Pað loforð getur hún ekki efnt — og þótt
hún þegði — samviskubitið mundi aldrei yílrgefa mig.
(Mjúkt). Ólöf! í nótt kom hún til mín! Augun vantaði.
En hún horfði þegjandi á mig með tómum augnatóft-
unum. Pá varð það, að jeg tapaði trúnni! Pað rann alt
í einu upp fyrir mjer, hvað jeg hafði gert! Mjer fanst
jeg hafa myrt hana! (Tekur Ólöfu i fang sjer). Ó, hjálp-
aðu mjer! Nú er jeg einn — allir hata mig! Lofaðu
mjer að fela mig við barm þinn. Jeg er lítill drengur,
sem þú átt að varðveita! (Pögn). Pví komstu ekki fyr
til mín?
Oiöf: Pú baðst mig að lofa þjer að vera einum. Auk
þess fullvissaðir þú mig um að þú elskaðir aðra!
Ragnar: Setjum nú svo að jeg hafi sagt þjer ósatt.
Hvernig gat jeg beðið þig að koma — jeg sem sveik þig!
Ólöf: Nú er jeg kominn — og jeg fer aldrei aftur ef
nokkur neisti þinnar fyrri ástar lifir i hjarta þínu!
Ragnar: Jeg sver við nótt augna minna, að þig eina
hefi jeg elskað. Jeg var hjegómagjarnt barn innanum
alla mína alvöru. Peir öfunduðu mig af Hildi. Og jeg
tók á móti hendi hennar til þess að storka þeim, Pegar
jeg var þreyttur, fanst mjer jeg finna meiri gleði hjá
henni en þjer. En það var gleði eins og sú, sem vínið
veitir. Nú get jeg sjeð, hve mikils virði þetta altsaman
var. Hún hefur gleymt mjer. Fjelagar mínir hafa gleymt
mjer — allir, nema þú!
Ólöf: Ragnar! (Pögn).
Ragnar: Best væri, að þú líka vildir glej'tna mjer!
Ólöf: Jeg svíf milli vonar og ótta: Áðan hjelt jeg að
þú elskaðir mig. Segðu mjer sannleikann. Pað er ekki
af meðaumkvun til þín að jeg kem!
Ragnar: Jeg hefi mist tnáttinn til þess að Iifa — mátt-
inn til þess að elska. Jeg er ekki annað en rödd, sem
hrópar í myrkrinu. (Pögn).
Ólöf (beygir sig vfir hann): Einu sinni sagðirðu að
jeg gæti brosað þunglyndiskýin burt af sálu þinni. Get
jeg það ekki ennþá, ástin mín — get jeg það ekki ennþá?
Ragnar: Pú kernur vist of seint, vina mín! Pegar and-
vökunæturnar koma — ein eftir aðra — verður manni
svo undarlega kalt. Mjer er orðið of kalt. í nótt var
sjálfur dauðinn andvaka!
Ólöf: Konii jeg of seint, þá er sökin þín! (Slerkara).
En jeg kent ekki of seint. Pótt þú værir dauður og
kaldur, skyldi jeg kyssa lífið í þig. (Kyssir hann).
Ragnar: Varir þínar eru hreinni en munnur rauðra
rósa, þegar þær í fyrsta sinni brosa við sólinni. Gefðu
mjer meira að drekka, yndislega!
Ólöf: Drekka! (Iíyssir hann aftur). Pú ert svo þreyttur.
Villu sofa?
Ragnar: Nei — jeg vil vaka. Jeg vil vaka með þjer og
sjá sólina ganga undir i siðasta sinn. í kvöld. Hahaha!
Ólöf: Petta er kaldur hlátur.
Ragnar: Pað var dauðinn, sern hló.
Ólöf: Pú ættir að hvíla þig og sofa, Ragnar! — Láta
þig dreyma um alt það fagra, sem lífið geymir handa
okkur!
Ragnar: Mig dreymir — dreymir að þú lokir augum
minum i siðasta sinni — augunum sem ekki sáu annað
en myrkrið. (Pað er gengið framhjá glugganum — það
heyrist hringla í skautum). Heyrðu hringlið í skautun-
um. (Stendur upp). Pað Iætur í eyrum mínum eins og
söngur. Ó, hvað mig langar þarna úti gteðina — útí
daginn og birtuna. Pað verða víst margir á skautum
í kvöld. Jeg fer líka á skauta! (Æstur). Jú, jeg skal
með þeim!
Ólöf: Nei vinur minn! Við verðum kyr heima.
Ragnar (órór): Pegar lúðrarnir gjalla, er jeg hræddur
um að jeg dragist í dansinn . . . og svo vil jeg líka vita,
hvað þeir hugsa ura mig! Jeg vil vila hvernig þeir
dæma mig. (Setst).
Ólöf (gengur skyndilega til hljóðfærisins): En hvað
það er komið mikið ryk á hljóðfærið.
Ragnar: Hljóðfærið! Pví hafði jeg gleymt! Pú hefðir
ekki átt að minna mig á það!
Ólöf (setst — spilar).