Óðinn - 01.07.1920, Side 11

Óðinn - 01.07.1920, Side 11
ÓÐINN 59 Hann hrópar á hjálp — en meðbræður hans stinga fingrunum í ej'run og taka til fótanna. Svona er nú lifið, lagsi. 1. verkamaður: f*að er nú líka árangurslaust að reyna til þess að bjarga peim, sem fer ofaní vökina þá arna! Hún, kóngsdóttirin — eða örlaganornin, sem sumir kalla hana, sleppir ekki þeim, sem hún nær í. Ekki datt mjer annað í hug í fyrra, en að Ragnar færi á hausinn ofaní vökina. Pú manst? 2. verkamaður: Já, jeg held jeg muni það. 1. verkamaður: Hann hley])ur að vökinni, markar hring í kringum opið með skautanum og skorar á menn að renna sjer fyrir innan hringinn. 2. verkamaður: Jeg man . . . og þótti engum mikið. 1. verkamaður: O, blessaður vertu nú ekki að grobba. 2. verkamaður: Hann, sem hefur æft sig á þessu í fleiri ár! Hann hefur meir að segja látið binda fyrir augun á sjer og rent sjer síðan aflurábak hringinn í kringum vökina! 1. verkamaður: Nei — látið binda fyrir augun — nei, það er ómögulegt! 2. verkamaður: Á öllu verður þú hissa! Pað má vel vera að þetta sje haugalýgi — en ólýginn sagði mjer. 1. verkamaður: Hann gerir það að minsta kosti ekki oftar, veslingurinn! 2. verkamaður: Því ekki það? 1. verkamaður: Pú veitst það þá ekki? 2. verkamaður: Nei — hver fjandinn cr það, sem jeg ekki veit? 1. verkamaðuur: Pú veitst ekki, að hann hefur mist sjónina! 2. verkamaður: Er langt síðan? Er þetta altalað? 1. verkamaður: Nei — þvi hann reynir vist að leyna því eins og hann getur. En um daginn báðum við póstþjóninn að vita, hvað satt væri i þessu máli. Og nú vitum við það. En við komum okkur saman um að þegja yfir því. Jeg hef heldur engum sagt það — að undanteknum minum bestu vinum. 2. verkamaður: Pað eru þá víst ekki margir sem ekki vita það! 1, verkamaður: Pú veitst að hann skar úrsmiðinn upp og að það lánaðist af cinhverri hundaheppni — en þú veitst kanske ekki, að hann hefur skorið upp augun í henni Siggu systir sinni, og að hún er blind eftir það! Pað er hryðjuverk — því nú skeikar útlendu læknunum aldrei við þessháttar skurð. Pegar Björn kom hcim, ætlaði hann strax að sigla með hana, en þá var það of seint, Ragnar hafði drýgt þessa dáð! 2. verkamaður: Veitstu fleira? 1. verkamaður: Hildur er liætt að koma þar, og það er sagt, að hún sje tekin saman við Ottó! 2. verkamaður: Hvað sagði jeg þjer ekki! Pegar einhver hratar í ógæfuna — hlaupa hinir burtu frá honum. Svona er lífið, lagsi! 1. verkamaður: Honum hefnist! Hann hefði aldrei átt að svikja Olöfu! 2. verkamaður: Ef mjer ætti að hefnast fyrir allar þær, sem jeg hef svikið, vissi jeg hvað jeg ætti að gera fyrsta daginn! I verkamaður: Pú, sem aldrei hefur þefað að kvenmanni. 2. verkamaður: Jeg — jú! Jeg hef einu sinni elskað konu — elskað sjerðu! Mörg tunglskinskvöld hefi jeg leitt hana yfir þetta svell! Svo bættist hinn við í leik- inn! Petta er æfisaga mín! Og nú er jeg sokkinn svo djúpt, að jeg vinn þrælavinnu ásamt þjer! En svona er nú lifið, lagsi! 1. verkamaður: Jeg vona að þú sökkvir dýpra. (Peir sópa). 2. verkamaður: Við erum lieimskir! Við sópum þá braut, sem aðrir eiga að ganga á. Væri jeg göldróttur, skyldi jeg gera ísinn svo veikann að þeir steindræpust allir saman, helvítis djöllarnir þeir arna! Pei — þei. Par koma þeir! Við skulum hamast! (Ottó og Geiri koma inn frá vinstri; halda á skautum i höndunum). Ottó: Jeg fyrir mitt leyti cr algerlega með því. . . Nú, þarna eru þeir. . . . (Kallar). Eruð þið nærri búnir? Geiri: Peir heyra ekki fyrir ákafanum. Ottó: Eruð þið að enda við? I. verkamaður (þurkar af sjer svitann): Voruð þið nokkuð að segja? Petta er verri vinnan! Ottó: Jeg spurði einkis. 1. verkamaður: Já, við erum loksins búnir. (Ottó og Geiri hlæja). Ottó: Petta er orðið ágætt. Blessaðir hættið þið. Pað er lika óholt að svita sig í kvöld. Kuldinn! (Verka- mennirnir koma til þeirra). 2. verkamaður: Jeg er ekki svo illa haldinn. En hann lagsi! Sjáið þið lækina, sem renna niður eftir kinnunum á honum! 1. verkamaður: O, skammastu þín. Pú, sem staðið hefur með hendurnar í vösunum allan daginn. Geiri: Nú megið þið fara. Pið finnið mig á morgun. 2. verkamaður (skoðar skauta Ottós): Einhverntíma hefði maður gert laglega sveiflu á þeim þessum. En það eru nú af þau árin! 1. verkamuður: Kemur þú ekki? 2. verkamaður: Jú, þegar þú hefur þurkað af þjer svitann! (Peir fara). Ottó: Peir eru í besta skapi. Jafnvel þeir lægst settu hafa yndi af að breykja sjer hver yfir annan. Geiri: Petta hefðirðu átt að setja í ræðuna! Ottó: Pað er dagsanna. . . . Nei, hver fjárinn! Jeg hefi gleymt blöðunum heima! Pau verð jeg að sækja. Okkur liggur heldur ekkert á. Pað er enginn kominn ennþá. En svo jeg víkji mjer að þvi, sem við vorum að tala um. Pú sjerð það sjálfur, að hann getur ekki verið formaður lengur. Geiri: Mjer finst yið ættum að bíða eftir því að hann segði af sjer, Honum kann að þykja það, cf við kjósum annan án hans vitundar. Ottó: Pað er sjálfhætt fyrir hann, veslinginn. Og það álitur hann víst líka, eða þá hann hefur gleymt að segja af sjer. Geiri: Mjer finst naumast von um, að hann geti sint nokkru fyrst um sinn. Ottó: Hann gæti þó verið almennilegur. Ekki vissum við að hann var blindur, kvöldið góða. Geiri: Satt er það. En margur mundi nú vera geð- stirður í hans sporum. Ottó: Pegar óhamingjan er einu sinni skollin á, er ekki til neins að kvarta. Og mætti jeg segja meiningu

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.