Óðinn - 01.07.1920, Page 17
ÓÐINN
65
Dr. Jón Stefánsson.
Af hinum merkari nútíðarrithöfundum íslenskum
munu þeir vera fáir, sem alþýða hjer þekkir jafn
lítið og dr. Jón Stefánsson. Hinsvegar eru vist
ekki margir núlifandi íslendingar nafnkunnari
erlendis en hann er, og að þjóð hans þekkir hann
svo lítið, sem raun er á, stafar af þvi einu að
hann hefur alið mestan aldur sinn erlendis og
aðallega ritað á erlendum mál-
um. Hefði hann starfað hjer á
landi og ritað á móðurmáli sínu
mundi hann nú sennilega vera í
tölu þeirra rithöfunda, sem mestu
eftirlæti eiga að fagna hjá þjóð-
inni, því í hreinni ritsnild á hann
hjer fáa jafnoka.
Dr. Jón Stefánsson er fæddur
4. nóv. 1863 í Grundarfirði á
Snæfellsnesi. Tvítugur að aldri
varð hann stúdent og sigldi þá
þegar til háskólans í Kaupmanna-
höfn. Þar lagði hann sjerstaklega
stund á enska tungu og bók-
mentir og var sæmdur heiðurs-
peningi háskólans úr gulli fyrir
ritgerð um mállýskur í hinni
ensku biblíuþýðingu Wyclifí'es,
sem talið er að gerð hafi verið
nálægt 1382. Meistarapróf tók
hann árið 1889 og tveim árum
síðar vann hann sjer doktors-
nafnbót með riti sínu um enska
skáldið Roberl Browning (Robert
Drowning, et Literaturbillede jra det moderne Eng-
landlJ, en þangað til mátti heita að Browning
væri með öllu óþektur á Norðurlöndum. Fyrir þá
bók gerði Otto Jespersen ósvífna og grimma árás
á Jón og spunnust út af þvi ritdeilur milli þeirra.
Eru þau mál O. J. til lítils sóma, enda var til-
gangur lians frá upphafi augljós, og honum náði
hann. En svo stóð á að þá var laust prófessors-
embættið i ensku við Hafnarháskóla og var talið
sjátfsagt að Jón mundi verða skipaður í það.
Hann hafði þá leyst af hendi tvö bókmenta-afrek
1) Þessi bók er lijcr i of íarra höndum, þvi auk þess sem hún er
eitt hið be»ta hjálparmeðal til þess að skilja Browning, er hún einnig
aíbragðs yfirlit yfir mjög mcrkilcgt timabil i enskri bókmentasögu.
Og að lesa hana er hún eins og skemtilegasta skáldsaga, en það er
þó sjaldan hægt að telja doktorsritgerðum til gildis, — S. J,
í enskum fræðum og ekki riðið þar á garðinn
sem hann var lægstur, því viðfangsefnin — mál-
lýskurWycliffes og skáldskapur Brownings — voru
einhver hin erfiðustu, er finna mátti, og þó mjög
á sinn hátt hvort. En gamla ráðið andacter calum-
niare dugði i þetta sinn sem oftar. Jespersen varð
prófessor, og því neitar enginn að hann hefur
staðið vel í þeirri stöðu.
Sama árið og Jón tók doktorsgráðuna (1891)
varð hann aðstoðar bókavörður við Konunglega
bókasafnið í Kaupmannahöfn og
var það þangað til tveim árum
síðar að hann fór til Lundúna.
Þar hefur hann lengst af dvalið
síðan og unnið að ritstörfum og
blaðamensku og auk þess haldið
ógrynni af fyrirlestrum fyrir ýms
lærdómsfjelög á Bretlandi og ír-
landi. Fasta stöðu hefur hann
ekki haft þar til núna nokkur
síðustu árin að hann hefur verið
kennari í islensku Qg öðrum
Norðurlandamálum við Lundúna-
háskóla (King’s College), en eigi
mun honum þar fyrir að jafnaði
hafa verið atvinnufátt, þó að
tekjurnar hafi hinsvegar vafalaust
verið minni en ef hann hefði setið
í embætti með föstum launum.
Dr. Jón hefur ritað margt,
einkum sögulegs og málfræðislegs
efnis, en líka mikið um skáldskap
og aðrar bókmentir. Fæst af því
verður talið hjer, enda er meginið
af því á víð og dreif í blöðum
og tímarRum á ýmsurn málum. Mest hefur hann
skrifað um ísland og íslensk efni, og hann hefur
með ritgerðum sínum og fyrirlestrum unnið geysi-
mikið að þvi að breiða út þekkingu á þjóðinni
og bókmentunum erlendis, en þó sjerstaklega á
Bretlandi. Sem dæmi skal þó nefna Icetand and
its inhabitants i Transactions oj the Vidoria Institute
1902 og 1906. í Saga-Book of the Viking Society
og aðrar bækur Víkingafjelagsins bretska hefur
hann ritað mjög mikið og má nefna The oldest
known list of Scandinavian names (1906), Western
in/luence on ihe earliest Viking settlers (1908), The
Vikings in Spain (1909) o. s. frv. Rannsóknir hans
á norrænum örnefnum á Englandi eru orðnar
mjög yfirgripsmiklar og hefur enn ekki birst á