Óðinn - 01.07.1920, Síða 18
r.fi
ÓÐINN
prenli nema lítið af árangrinum af þeim. Þýðingar
eru nokkrar til eftir hann á ensku, t. d. þýðing á
Kormáks sögu, er hann gerði í fjelagi við W. G.
Collingwood. Hœrmœndene paa Helgeland eftir
Ibsen þýddi hann, en þegar bókin var nýkomin
út kom það í Ijós að William Archer var búinn
að fá þýðingarrjettinn, og mátti því eigi selja
bókina. Var það illa farið að salan var eigi leyfð,
því að sögn þeirra, er borið hafa saman þýðing-
arnar, tekur þýðing Jóns hinni fram. Norsku lög
hin fornu hefur hann líka nýlega þýtt á ensku,
en eigi er mjer kunnugt um að þýðingin sje ennþá
komin á prent.
Sfðasta og jafnframt stærsta rit, sem birtst hefur
frá hendi Jóns, er Dana og Svía saga með ágripi
af sögu íslands og Finnlands. Hún kom út i
Lundúnum liaustið 1916 og var hennar þá gelið í
ýmsum íslenskum blöðum. Var henni svo vel
tekið að fyrsta prentun seldist upp svo að segja
á svipstundu. Síðan hefur hún einnig komið út í
Ameríku og að sögn hlotið þar svipaðar vinsældir.
Á íslensku hefur dr. Jón lítið ritað og þó nokkuð
(í Eimreiðina, Tímarit Bókmentafjelagsins o. v.).
t*að væri að líkindum að honum væri nú orðið
stirt um að rita það mál eftir að hafa dvalið
erlendis hátt á fjórða tug ára. En því er íjarri.
Hann skrifar ennþá jafn hreina, lipra og snjalla
íslensku eins og þeir sem best gera það hjer
heima, og er það ein sönnun þess hve fádæma
ljett honum er um að fara með mál. Ensku hefur
hann þýtt svo haglega á íslensku að þar finst
mjer varla aðrir en Jón Ölafsson hafa verið jafn-
snjallir. Má t. d. benda á hve fimlega hann þýðir
ram-ensk nöfn á ritum Williams Morris í Eimreið-
inni 1897. Ensku skrifar hann svo vel að jafnvel
lærðir menn á Englandi hafa lalið mál bans fyrir-
mynd, og er þá mikið sagt, því Bretar leggja
meiri rækt við sína tungu en við gerum við
íslenskuna. Það hygg jeg sanni nær að svipað
megi einnig segja um sum önnur mál, er hann
ritar. Og hvað sein hann skrifar, þólt eigi sje það
nema sendibrjef, ber það alt á sjer sömu ein-
kennin: stíllinn fjörlegur og snjallur, hugsunin
ljós og ótvíræð, og það sem við miðlungsmenn-
irnir getum ekki sagt í færri orðum en fimtán,
það er honum Ijelt um að segja í tíu.
í’að var óneitanlega miður vel farið að Jón
Stefánsson skyldi lenda á blaðamannahillunni í
staðinn fyrir að komast strax í háskólakennara-
embælli og geta gefið sig eingöngu við lærdóms-
iðkunum. Fyrir það sjer litla ávexti af miklu af
þvf sem hann hefur gert. Auk þess er það margt,
sem glepur fyrir blaðamanninum í stórborgum
heimsins, einkanlega þeim mönnum sem eru, eins
og dr. Jón, ræðnir og fjelagslyndir að eðlisfari.
Það er þvi ekki að undra þótt honum hafi stund-
um orðið skrafdrýgra í klúbbnum og hann setið
þar lengur en gott var fyrir framkvæmdirnar. Á
Englandi hefur hann líka lengst af ekki átt neitt
eiginlegt heimili, heldur búið hingað og þangað í
boarding-houses, svo það er fátt, sem laðaði hann
heim til vinnu. Auk þess mun það mála sannast
að hann sje meiri gáfumaður en eljumaður. En
afkastamaður er hann með afbrigðum þegar hann
situr við vinnu.
Síðan 1864 að Guðbrandur Vigfússon fór til
Englands hata ávalt verið þar íslenskir fræðimenn
og er nú Jón Stefánsson einn eftir af þeim. Hann
hefur eins og fyrirrennarar hans áunnið sjer vin-
áttu margra hinna ágætustu og tignustu manna
landsins.1) Og fáir íslendingar munu hafa komið
svo til Lundúna síðan Jón fluttist þangað að
eigi heimsæktu þeir hann, og allir ætla jeg að
þeir beri honum einn veg söguna um gestrisni
hans. Virtist mjer stundum sem hann hefði mátt
stilla þar betur í hóf um útgjöld en hann gerði.
En það er víst líka sannast að honum sje um
annað sýnna en fjegeymslu fyrir sjálfan sig.
Dr. Jón kvongaðist haustð 1918. Kona hans er
frakknesk, og það er einróma vitnisburður allra
þeirra, sem til hennar þekkja, að hún hafi flesla
þá kosli er konu megi prýða. Síðan i fyrra haust
hafa þau hjónin dvalið suður í Afríku, en mælt
er að þeirra sje von aftur til Lundúna núna
með haustinu. Snœbjörn Jónsson.
Sl
Um »Sprelti((.
(Ljóöabók Jak. Thorarensens).
Heiðar, sljettur, hraun og dý
hlaupum íjetti eigi.
Fór jeg spretti einum i
alla spretta vegi.
Ekkert ljett jeg í því finn,
óðs er þjettur kraftur.
Gott er þetta, góði minn,
gefðu Sprelti aftur. — H. A.
1) Suinarið 1917 var honum lialdid heiðurssamsæli i Lundúnum i
viðurkenningnrskyni fyrir starf lians í þágu enskra bókmenta. Stýrði
James Bryce lávarður samsœlinu og talaði fyrir minni heiöurs-
gestsins. — S. J.