Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 19

Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 19
ÓÐINN 67 Kvæði. Eftir Þorstein P. Porsteinsson. Framtíðarlandið. Vor ónumda framtíð — vor óplægðu lönd er æskujörð barnanna vorra. Þar sjáum vjer hilla’ undir sólríka strönd í svörtustu byljum á þorra. Þar dvelur sú önd við árdags rönd, sem ei vill í nóttinni morra. Hve gott er að eiga þar guðsríki sjer i Glaðsheimi eilífðar nýjum, þá umheimur stendur á öndinni hjer frá ógnum úr nútíðarskýjum, sem byrgja svo oft hið bjarta loft og bjarmann frá vordegi hlýjum. Hver von vor og ljósþrá — hver lifandi trú er leit inn á framtíðarvegi að vorsveit með fegurri bygðir og bú, en birtast á nútíðardegi, hver ódrepin sál á þau óskamál þótt alein í böndum þreyi. Þorsteinn f3. Þorsteinsson skáld. En framtíðarbyggingin fer eftir því hvað fortíð og samtíðin geymir. En einkum hvað byrðinni borið er í og bjargast sem Áslaugu Heimir. Hvort hörpunnar ljóð er lifandi hljóð og ljósþolið flest, sem oss dreymir. í helgispám norrænna sagna þú sjer að sigurinn mannsandinn vinnur mót úlfanna, jötnanna’ og Hel-sinna her, sem harm-fjötur þjóðunum spinnur. Á sælli grund i gæfu lund hann gulltöflur eilifðar finnur. Til trausts lifa Víðarr og Váli sem fyr, þótt Valfaðir augum sje falinn. Þá stíga þeir Móði og Magni úr hyr með Mjölni, er Þór gistir valinn. Höf. þessara kvæöa er eitt af kunnustu Ijóöskáldutn Vestur-íslendinga. Hann kom í vor, sem leið, heim hingað frá Winnipeg, eftir 19 ára dvöl vestan hafs, og hefur í sumar veriö á Norðurlandi. Hann er ættaður úr Svarfaðardal, en kona hans, sem með honum kom lieirn, úr Skagafirði. Má vera, að þau setjist að hjer heima, en ekki mun það þó fullráðið enn. Mörg ágætis- kvæði eru eftir P. P. P. til og frá i blöðum og tímaritum Vestur-íslendinga. »Ljóðaþættir« heitir kyáðabók, sem út kom eftir hann í Winnipeg 1918, og áður langt um líður mun vera von á nýrri Ijóðabók frá honum. Hann er og mesti hagleiksmaður í dráttlist og fást nú myndir eftir hann víða í bókaverslunum hjer á landi. Með heiða brá ris Baldur þá frá bana í framtíðarsalinn. Þá fólkstjórnin lýstur burt lýðsfjötra þá, sem lama þó kóngsböndin slitni.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.