Óðinn - 01.07.1920, Side 20
68
ÓÐINN
t*á Forseta Baldursson framtíðin á
í fegurra dómsal en Glitni.
Þá blasir við hún
sú bróður-rún,
sem bera á hjartanu vitni.
í starfsríki frelsisins fögnuður grær
og friður sem aldrei mun dej'ja.
Þá heimurinn færist svo himninum nær
að heyrist hvað guðirnir segja.
Því lífið á til
það ljós og yl
sem langsærstu spárnar eygja.
Hvert gæfuspor áfram er hjálpandi Hlín
og Heimdallur vökuinanns líki.
Pá fegra’ en á gullöld í framgengni skín
ið fornhelga íslenzka ríki.
Þvi gæti þess sá,
sem þar griðland á,
það guðsland sitt aldrei svíki.
Bifröst.
í buga mjer ritjast upp helgimál tvenn
úr heiðni og kristni — því Bifröst enn
er sama og friðbogans myndin mörgum.
f*ær standa oss norrænum hlið við hlið
sem helgustu vjeln — sem lífsins grið
i musterum nútímans — horfnum hörgum.
I boganum leika sjer litirnir þrir,
sem ljóshvolfið mynda — sem í þeim býr,
sem frið gaf til mannkyns — firði vörgum.
Og goðin í öndverðu bygðu þá brú
úr björtustu frumlitum: ást, von og trú,
frá Hrímdölum jarðar að Himinbjörgum.
Frá úrþrungnri nótt í austri rann,
á árdegi þjóða, það ljós sem brann
í regnbogans litum, því lífi sem fann
að Ijósið var kraftur þess draums er það unni.
t*að fann í því sjálft sig. Pað hóf upp hönd
og himininn blessaði. Nam þau lönd,
sem hugurinn leit frá Heljarströnd,
í heilögum Glaðheim og Urðarbrunni.
Og Ijómi þess enn — sú ljóssins trú,
sem lífi veittist — skal einmitt nú
oss íslenskum hjer vera Ásbrú sú,
sem yfir oss flytur að hjartans grunni.
Hún sje oss ei aðeins sú tengitaug,
sem trúnaðinn bindur við hugmál þaug,
sem reisir hjer íslenskar aflstoðir dottnar, —
en lyftivjel sú, sem leiðir vor mál
á ljóssins dómþing — að feðra sál,
þars öndvegishelgi ættlands drottnar.
— Ginn einasti heimsstaður: ísland sjálft.
Ei útlendingstvístrið veilt og hálft.
Nei, heimför með alt áður aflið þrotnar.
— — Hjer síðasta verður það sögunnar kveld
að sál vorri jötnarnir kasta á eld,
er Surtur riður, en Bifröst brotnar.
Ef finst þjer sú brú vera foraðshá,
frá framandi landi til að sjá,
þú hefur ei stöplana hlaðið þá,
sem hvíla þarf vestlægi sporðurinn á
og upp er gengið því einstigi frá,
sem íslendingsskyldan hvern gæfumann leiðir.
— Þinn skilningur rjettur — ei gullsins gnótt,
fær grunn þinn steyptan með vökumannsþrótt,
því mannvitið eitt hefur eldinn sótt
og öldunum lýst yfir skammdegisnótt,
er auður svaf. — Hann sefur enn rótt
en svíkur það litla til starfs er hann greiðir.
í austri er trygt ef hin unga þjóð
í anda sjer geymir hin helgu ljóð.
Á braut skaltu ríða í blálundinn fríða.
Og alvera lands vors mun heyra vor hljóð,
þá bjartað í einlægni brennur á glóð
þess fórnarelds lýða, sem frelsi vill hlýða.
Þín friðarins braut er hin fornhelga slóð,
sem fegursta hugsjón þín ruddi og hlóð
með dirfð lil að stríða, ei kend til að kviða.
— Þín Bifröst, þín úlþrá í austurdagssjóð,
er íslenzka sálin þín, líf þitt og blóð,
sem æltland skal prýða til eilífra tíða.
Á fyrsta sumardag.
Ur sárum jarðar lífsins lindir streyma,
sem langvarandi slökkva þorstans bál;
svo orð frá hjartans undum svör þau geyma,
sem æ spyrjandi friða mannsins sál.
Hver upprisa er eilíf-ný og fögur,
og alt sem breytir dauða og svefni í líf.
Hver rofin þögn er vekur vori sögur. —
Hvert vetrar sár er nýju lífi hlíf.