Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 24

Óðinn - 01.07.1920, Blaðsíða 24
72 ÓÐINN hefur aldrei slitið ástir sínar við hina fyrstu unn- ustu sína — íslenska málfræði, er honum birtist í málmyndalýsingu Halldórs Friðrikssonar, svo þyrkingsleg sem mörgum kann að virðast hún. Þá er Jóhannes hafði verið 3V2 ár við prent- störfin, sem honum leiddust, kom það atvik fyrir haustið 1880, er breytti framtíðarhag hans. Bar svo við, að þjóðskáldið nafnkunna síra Matthías Jochumsson hitti hann úti á götu og spurði hann, hvort hann hefði ekki löngun til að læra í skóla. Jóhannes kvað svo vera, en sæi sjer það ekki fært, með því að hann væri fjelaus og ætti engan að. Samtal þetta varð til þess, að námslöngunin blossaði að nýju upp með fullum krapti, svo að Jóhannes ásetti sjer fastlega að reyna að komast í skóla, þótt hann stæði einn uppi. Fór hann því skömmu síðar á fund sira Matthíasar og tjáði honum þrá sína og vandkvæði. Brást hann vel við og lofaði þegar að kenna honum sjálfur eða útvega honum kennara í öllu nema latínu, en fyrst yrði hann að fá sig lausan hjá húsbónda sínum Einari prentara, og tókst Jóhannesi það, þó með nokkurri tregðu. Var svo tekið til óspiltra málanna. Kendi Steingrímur Thorsteinsson honum fyrst latínu, en siðar Sigurður Stefánsson frá Heiði, þá á preslaskólanum (nú prestur í Vigur). Síra Matthías kendi honum ensku, en Páll Melsted sögu, allir fyrir ekki neilt, en einn kaupmaður í bænum (Jón Steffensen) gaf honum fæði um vet- urinn. Svo var duglega að gengið, að Jóhannes las undir 2. bekk á þessum eina vetri, og tók aðgöngupróf vorið 1881 með góðri einkunn. Á skólaárum sínum fjekk hann nokkurn styrk hjá síra Þórði prófasti Þórðarsyni i Reykholti, því að hann gaf honum allar bækur, er hann þurfti að nota, meðan hans naut við, en hann andaðist 1884; þykist síra Jóhannes ekki hafa kynst ástúð- legri nje betra manni en síra Þórði, og þólti honum mikill sneyðir að fráfalli hans. Nokkurn styrk fjekk hann og hjá móðurfrændum sínum, Eggert Th. Jónassen, þá bæjarfógeta, og J. Jónassen hjeraðslækni bróður hans, en ekki kvað mikið að því. Á sumrin vann Jóhannes ýmist að prentverki í Reykjavík eða var í sveit, eitt sumar hjá Guð- mundi sýslumanni Pálssyni í Arnarholti og annað hjá Boga lækni Pjeturssyni í Kirkjubæ á Rangár- völlum. Vorið 1886 var Jóhannes útskrifaður úr skólanum með góðri 1. einkunn (93 st). — í skólanámsgreinunum var Jóhannes nokkurn veginn jafnvígur á alt, en einkum skaraði hann fram úr í þekkingu á íslenskri málfræði, og ætla jeg að fáir eða engir, sem þá voru í skóla, hafi verið honum jafnsnjallir í þeirri grein, því síður framar. Lagði hann og einnig stund á aðrar gotneskar mállýskur, fornar og nj'jar og á samanburðarmál- fræði, las og mikið þýðingar úr auslurlenskum, einkum indverskum bókmentum, indverskar og persneskar goðsagnir m. fl., mun og þá þegar (á síðustu skólaárum sínum) eitthvað hafa rýnt í sans- krít, en norrænan var honum samt hjartfólgnust. Minnist jeg þess sjerstaklega, þá er Jón Þorkelsson rektor var að kenna latínu í bekk okkar, að hann spurði oft pilta þá, er uppi voru að ýmsum spurningum úr íslenskri málfræði, því að þar var hugur hans mest við bundinn; varð þá flestum fremur ógreitt um svör, en rektor var þá oft vanur að segja: »Kanske Jóhannes Lynge geti sagt það?« Og það brást ekki, að Jóhannes rjeð þessar mál- fræðigátur fljótt og rjett; var þá rektor skemt, og hafði við orð, að Jóhannes mundi líklega vera eins fær í islensku og kennarinn hans, Halldór Friðriksson, en þeir rektor og H. voru reyndar vinir litlir, sem kunnugt er, og var ekki laust við, að sumir piltar hefðu gaman af að spila undir á þær nótur við rektor. í skólamálum tók Jóhannes allmikinn þátt og skarst hvergi úr leik í nokkrum samtökum bekkjarbræðra sinna, og reið stundum á vaðið, þá er því var að skifta, en samheldni var ágæt meðal piltanna í bekk hans, og mælti nefna þess ýms dæmi, sem hjer er þó slept, t. d. upp- þotið gegn Jóni Ólafssyni veturinn 1882—1883, sem endaði með fullkomnum sigri pilta, en var komið svo langt, að rektor, sem var mikill vinur J. ÓI., hafði jafnvel 1 hótunum að reka burtu tíunda hvern pilt úr skólanum, »decimera«, sem kallað var, ef piltar Ijetu ekki undan, en þeir sátu við sinn keip, allir i bekknum, nema einn einasti sem frá upphafi skarst úr leik, en hann er nú látinn fyrir löngu. Annars var skólalífið á þessum árum, meðan heimavistirnar voru, miklu skemtilegra og kynning öll meðal skólabræðranna innilegri og nánari, en síðar varð eða nú er orðin. Margt hefur afarmikið breyst á næstliðnum 30—40 árum, og að því er jeg hygg ekki til batnaðar, síðan lalínuskólinn var skírður »almenni menta- skólinn«, er oss gömlu stúdentunum finst fátt um, og teljum hann orðinn lítið annað eða meira en gagnfræðaskóla. Þá er Jóhannes var útskrifaður mun hann hafa haft mikinn hug á að sigla til háskólans og lesa

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.