Óðinn - 01.07.1920, Síða 25

Óðinn - 01.07.1920, Síða 25
ÓÐINN 73 þar norrænu, þvi að hann kemst svo að orði í æfisögu sinni, er hann ritaði sumarið 1886, og hjer hefur áður verið fylgt að mörgu leyti: »F*ess óska jeg nú af heilum hug að geta stundað fram- vegis þá vísindagrein (norræna málfræði), er jeg lief mest yndi af og hef eytt mestum tima til, því að hver maður getur best gert gagn í því sem hann er náttúraður fyrir, en fátæktin er hörð við- fangs«. Og það var fátæktin, fjeleysið, sem haml- aði honum, eins og svo mörgum öðrum fyr og síðar, að gera þá vísindagrein að æfistarfi sínu, sem hugur hans hneigðist mest að, og þess vegna fjellu allar siglingagrillur um koll, og hann gekk í prestaskólann haustið 1886j ásamt 9 öðrum bekkjarbræðrum sínum. Vorið eftir (1887) tók hann heimspekispróf með ágætis einkunn, og sumarið 1888 embættispróf í guðfræði með mjög góðri 1. einkunn (49 st. eða 1. einkunn í öllum námsgreinum). Sá er þetta ritar var honum mjög kunnugur á þessum tveimur prestaskólaárum hans, því að við bjuggum þá í sama herbergi, og þold- um saman blílt og strítt, því að áhalt var um efnahaginn beggja vegna, og hvorugur Krösus. En margt bar á góma og margt var rælt um ráðgátur tilverunnar og um hin æðstu og háleitustu sann- indi í skáldskap og guðfi'æðivísindum. Var þá margt lesið og rökrætt í ýmsum greinum auk skyldunámsgreinanna, en ekki voru efnin svo mikil, að unt væri að afla sjer annara erlendra hóka en hinna ódýru rita úr Iteclams Bibliotek, auk bóka þeirra, er hingað og þangað voru að láni fengnar. Er mjer sönn ánægja að minnast þeirra samverustunda, enda mun torfenginn jafn skemtilegur, jafn alhliða og áhugamikill lögunautur, sem Jóhannes Lynge var, en aðdáanlegast þótti mjer samt, auk hinnar skörpu dómgreindar hans, hið frábæra bjartsýni hans, ijettlyndi og hrifning fyrir öllu fögru, sönnu og góðu í mannlífinu, og hin óbifanlega trú hans á lífsgleðina, enda hefur liann þurft á þessum eiginleikum sínum að halda í lífsbaráttunni frekar en flestir aðrir, og þeir komið honum í góðar þarfir, því að margur í sporum hans mundi hafa bugast látið í jafn krappan dans sem hann hefur komist við alls- konar inóllæti á lífsleiðinnir En liann lagði upp í þá barállu með gott veganesti, sem honum hefur enst betur en ílestum öðrum. Jafnskjótt sem Jóhannes hafði lokið embættis- prófi á prestaskólanum var hann ráðinn aðstoðar- prestur hjá göinlum og góðum kennimanni, síra Jakob Guðmundssyni á Sauðafelli, og prestvígður af Pjetri biskupi 30. september 1888, ásamt 8 öðr- um, og voru allir þessir 9 nýbakaðir kandídatar frá prestaskólanum þá um sumarið, og eru allir enn á lífi, nema að eins einn (síra Jósep Hjörleifs- son á Breiðabólsstað á Skógarströnd f 1903) og 6 þeirra enn þjónandi prestar. Var þetta allmikil prestaviðkoma á einum og sama degi, enda hafa að eins einu sinni verið vigðir fleiri prestar í senn í Reykjavíkurdómkirkju, og það var 2 árum áður eða 12. sept. 1886; þá voru 10 vígðir, og þeir einn- ig allir enn á lífi neina einn. Þegar eftir vígsluna fór síra Jóliannes veslur, og þjónaði í aðstoðar- prestsembætti í Suðurdalaþingum til vorsins 1890, að síra Jakob andaðist. Var þá síra Jóhannes kosinn prestur í kallinu, og fjekk veitingu fyrir þvi um hauslið. Pjónaði liann því prestsskap í sama brauðinu 30 ár, þangað til hann Ijet af prestsskap vorið 1918. Bjó liann á prestssetrinu Kvennabrekku mestallan þennan tíma eða 27 ár (1891—1918). Þótt síra Jóhannes væri enginn bókstafstrúarmaður á gamla vísu, er hann gerðist prestur, ætla jeg, að hann hafi fylt sæti silt með sæmd í þeirri stjett, og verið góður kennimaður. Sjerstaklega ljet honum vel að undirbúa unglinga undir fermingu, að því er jeg hef heyrt sagt, og vinsæll var hann í sóknum sínum, eins og sýndi sig ljósast við burtför hans í heiðursgjöfum þeim, er hann og kona hans voru sæmd með frá sókn- arfólkinu. Hann naut og jafnan mikils trausts í sveitinni, og var t. d. 17 ár samfleytt hrepps- nefndaroddviti, og segir hann sjálfur, að hann hafi alls ekki orðið var við, að þetta, oftastnær van- þakkaða verk, hafi sjer verið illa þakkað. Auk þess var hann, sem sannur framfaravinur og fjelagsdrengur, hvatamaður ýmissa fyrirtækja, annaðhvort formaður eða fulltrúi í ýmsum þarf- legum fjelagsskap, svo sem smjörgerðarfjelagi, húnaðarfjelagi, kaupfjelagi o. fl. Þrátt fyrir lítil efni gerði hann mjög miklar jarðabætur á Kvenna- brekku, svo að þar er nú mikill munur frá því sem var, er hann kom þar. En þrátt fyrir þessi margháttuðu störf, lagði síra Jóhannes, auk prests- skaparins og guðfræðinnar, einkum rækt við landsmálafræði, búnaðarfræöi og þó umfram alt norræna málfræði. Hefur hann ritað margar ritgerðir um landbúnað og stjórnmál, er birst liafa í ýmsum blöðum, og verið veitt eftirtekt, enda hefur það einkent ritsmíðar hans, t. d. í stjórn- málum, að hann hefur engan mannamun gert sjer,

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.