Óðinn - 01.07.1920, Síða 27

Óðinn - 01.07.1920, Síða 27
ÓÐINN 75 Orlagastjarnan. Stjörnunni Venus var hann undir fæddur, það vitringarnir sáu í hnattageim, og ást og söng og Ijóðalist var gæddur, þau lýstu blysin hugarvængjum tveim. En vegurinn hann verður aldrei þræddur að viskuströnd með leiðarvísum þeim. Því ljóð og tónar líða á hugaröldum og leika sjer um æfintýraheim, en vegur lífs á vetrardegi köldum hann verður naumast hjartafólginn þeim. F*au vilja heldur vist í skýjatjöldum en vonahöft úr jarðarbundnunr seim. Og því var hann, sem Venus vrganesti s^o veglegt gaf, með þreyjulausan fót, og líkamskrafta fjötraða i festi, sem flytja skyldu burt úr vegi grjót, og sálarþrek sem sporin greiðir gesti til gæfunnar og ræður öllu bót. En gæfan ekki gull sitt vera lætur á götu þess, sem altaf stendur kyr við bjargsins fót, þó gefi liann nráske gætur að geislum sólar, tónum ljóða byr. Því upp á bjargið kleif hver maður mælur til manndómsins þá sá hann opnar dyr. Ef sungið hefði ’ann sólarljóss á tindi, með sigur lífs að baki, fullum róm, þá bærust ljóðin burt með straum og vindi á björtum vængjum með hans helgidóm, og flyttu með sjer öðrum frið og yndi með unaðsblandin svanaraddar hljóin. En ulanvellu var hann gæfuleiðum, þó Venus gæfi alt sill dýra pund. Um vetrarnótt á háum snjóaheiðum sín hinstu sá hann lokuð vonasund. Og hleypidómahríð á mannaveiðum hans hjartaraddir svæfði dauðablund. Og Venus blikar ofar þraulum öllum sem örlögrúnir gróf á spjaldið lians. Hann álti bú í elds og snjóahöllum, sem andar byggja, drauma og vonalands. Já, Venus blikar bláahvels á völlum og bíður eftir fæðing næsla manns. Aðalgeir Friðbjarnarson. * Skeggjuríma Asmundar Bjarnasonar. Ort á árunum 1674—1681. Landsbókasafn 1028. 8vo, með hendi Jóns Egilssonar á Vatnshorni c: 1760. — J. Sig. 504. 8vo hls. 169—172, með hcndi Gísla Konráðssonar c: 1810—1820 (eptir 1814). Skeggjuríma.1) Það hef eg frétt, að rendu á rás um rastir2) jarðar brúðir tvær til bragna hirðar, báðar nokkuð [æsku firðar.8) Hvor [við aðra4) hæversklega hugði þéna, [opt eru þetta5) atvik vina, sú eldri gerði6) snotra hina. Grettis palla grundir þanninn gerðu ræða: Nú tjáir ekki, niptin, bíða, norður skulum til Stranda ríða.7) Lærðu að skikka, lindin, þér með8) ljósu orði, krúsaðu9) mál af kjálka gyrði, þá kemurðu norðr í Jökulfirði. Bændum skaltu bera kveðju beint með þrasi ríkra manna’ á Regkjanesi, [rigtugt víf,10) á jarðar flesi. Trampa létu tauma jór um torgir11) vestur svo sem rynnu sigluflaustur, síðan komu á Strandir austur. Hitlu fyrir sér húsabæ, þá húma réði,12) [kellur viku að kvinnu13) boði, karlmenn trú eg þar14) lítið stoði. 1) Kvæöi cignað sýslumanni Jóni Sigurðssyni 504. Er það rangt. Jón er i bernsku þegar þetta er kveðið. 2) rákir 504. 3) ellistirðar 504. 4) jannari 504. 5) |það eru optast 504. 6) gerir 504. 7) Erindið vantar 504. 8) i 504. 0) krúsa 504. 10) riktugs vifs. 11) torgið 504. 12) 504; réðu, 1020. 13) Ikvinnu létu að kellu 504. 14) þær 504.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.