Óðinn - 01.07.1920, Qupperneq 33

Óðinn - 01.07.1920, Qupperneq 33
ÓÐINN 81 IV. En, kristnu vinir! hve »fagra sem vjer teljum fætur þeirra, sem boða fagnaðarerindið um hið góða« — pá gleymum aldrei að biðja með hinum gamla söngvara: »Gef eigi oss, drottinn, eigi oss, heldur pínu nafni dýrð- ina sakir miskunnar pinnar og trúfesti«. Látum dýrðina og vegsemdina vera guðs fyrir pað, að hann gaf ís- lenskri kristni pennan hennar mesta kennimann, og fyrir áhrifin af hreimsterkum, djörfum og karlmannleg- um vitnisburði hans um syndina og náðina og um hjálpræðið eina í drotni vorum Jesú Kristi! Segjum guði pakkir fyrir að hann gaf oss Jón Vídalín, en tjáum honum pær pakkir vorar ekki með orðum tómum eða minningarhátíðum, heldur með pví að líkja eftir trú hans og tileinka oss vitnisburð lians, svo mjög sem hann á erindi til vorra tíma og vorrar kynslóðar, ekki síður en til eldri tíma og kynslóða. Látum pað vera bæn vora á pessum dánarminningardegi Jóns Vídalíns, að guð vilji af náð sinni uppvekja pjóð vorri nýjan Vídalín, jafningja lians að eldi trúarinnar, að anda vandlætingarinnar og að krafti sannfæringarinnar, er jafn ódeigur og hann beri fram fyrir alpjóð vitnisburð sinn án alls manngreinarálits með pað eitt í huga, að guð í Jesú Kristi megi verða dýrlegur með pjóð vorri og sálir frelsast. Vissulega — pá mundi aftur morgna! Pá mundi aftur nýr dagur renna upp yfir kirkju og kristni pessa lands. Þegar hinn helgi höfundur brjefsins, sem texti minn er tekinn úr, hefur hvalt Iesendur sína til að vera minn- ugir leiðtoga sinna, sem guðs orð hafa til peirra talað, pá bætir hann við: »Virðið fyrir yður hvernig æfi peirra lauk«. Einnig pessi orð eiga sjerstakt erindi til vor á pessum minningardegi Vídalíns, og pað pví fremur sem vjer eigum pví láni að fagna að eiga nákvæma lýsing á pví, hvernig dauða Vídalins bar að höndum og með hverjum liætti hann skildi við. Peir fræðimenn sem ritað hafa um andlát Jóns biskups skýra svo frá, að pegar sóttin ágerðist hjá biskupi, hafi hann spurt prest- inn, sem með honum var, hversu honum litist um sjúkleik sinn, en prestur hafi svarað: »Mjer lítst, lierra, sem pjer munið ekki lengi hjer eftir purfa að berjast við heiminn«. En pá hafi biskup mælt pessi einlægu, trúaröruggu orð: »Pvi er gott að taka. Jeg á góða heimvon!«. Pislarvættisdauði varð ekki hlutskifti Jóns biskups, sem pá ekki heldur var við að búast. En dauði hans varð friðsæll og fagur viðskilnaður við líf í bar- áttu við margskonar mæðu og erfiðleika, viðskilnaður kristins manns, sem veit á livern hann trúir. Guð vor himneski faðir gefi oss náð síns heilaga anda til pess að líkja eftir trú pessa leiðtoga pjóðar vorrar í sálu- hjálparefnum, svo að einnig vjer pegar stundin kemur getum flutst að dauðans dyrum með góða heimvon lif- andi i hrjósti! Með öðrum hætti betur fáum vjer ekki heiðrað minningu hans. Hjálpa pú oss til pess, himn- eski faðir, í Jesú nafni. Amen. Fjögur kvæði eftir Jón Björnsson. Hún söng mjer sólskinsljóðin. — Hún söng mjer sólskinsljóðin um svarta og kalda nátt. Og bar mjer í brosi sínu það besta’, er jeg hafði átt. Hún fylli líf mitt af Ijósi, hún lyfli mjer duftinu frá. — Kærleikans himnanna himinn í hjarta hennar jeg sá. Hún leit á mig — eg varð sem engill í elskunnar Paradís. Hún leit á mig — mjer fanst jeg minnast við morguns og sólar dís. Hún talaði — sál mín varð söngur, og sveif yfir land og haf. Hún gaf mjer sig — guð varð jeg ungur, er geislar stöfuðu af. Dreyp mjer á varir. — Dreyp mjer á varir víni þínu, dís! — Vorjörð er þyrst í ljóss og daggarstrauma. Jeg er sú jörð, er undan snænum rís með ótal vonir — þúsund gróðrardrauma. Dreyp mjer á varir víni þínu. dís! Vefðu mig að þjer — bræð minn vetrarís. Leif mjer að teyga blóð úr brjósti þjer. Brenn þínar rúnir djúpt í sálu mina. Lát mjer þinn helga eld úr augum skína — anda minn spegla geislaveröld þína. — Himinn og guð í heimum þínum er. Eilífðin þar, sem þig að garði ber. Þar sem þú talar verður grjótið gull, gráturinn lofsöngsóður hamingjunnar, straumþungi dauðans lífs og Ijóssins brunnar, leirflögin auðu grænir blómsturrunnar, mannssálin snauð og tóm af fegurð full. — — Dreyp mjer á varir víni þínu, dís! Víni, sem hlýlt uin sálu mína streymi svo að mig gullna, sæla drauma dreymi, dauða og syndum, nótt og myrkri gleymi,

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.