Óðinn - 01.07.1920, Qupperneq 37
ÓÐINN
85
legu velrild og ástúð allrar fjölskyldunnar, er lýsti
sjer í öllu. Pað er almannamálið þeirra, er þar
voru, að þeir muni lengi minnast þeirrar stundar.
Á giftingardegi þeirra hjóna s. 1. haust færðu
sveitungar þeirra þeim 800 kr. fjárupphæð að
gjöf, og hafa þau hugsað sjer, að þar af yrði
myndaður sjóður til líknarstarfsemi, sem bera
mun nafn þeirra.
Skrifað á sumardaginn fj'rsta 1920.
Þorsleinn Konráðsson.
&
Páll ísólfsson.
Páll ísólfsson er eflaust einna vinsælastur ís-
lenskra listamanna, þó hann sje einna yngstur
þeirra, fæddur 12. október 1893 í Símonarhúsum
við Stokkseyri. Foreldrar hans eru ísólfur Páls-
son, áður organisti, og Puríður Bjarnadóttir. En
frá því um fermingu hefur P. í. verið á fóslri
hjá föðurbróður sínum Jóni Pálssyni bankagjald-
kera, sem áður var organisti Fríkirkjunnar í
Reykjavík, og konu hans Önnu Adólfsdóttur. P.
t. lærði snemma að leika á orgel og var hneigður
fyrir það og naut tilsagnar í heimahúsum jafn-
framt því, sem hann lærði nótnaprentun í prent-
smiðju D. Östlunds fyrst eflir að hann kom til
Reykjavikur. En föðurb'róðir lians, sem snemma
þóllist sjá, að liann hefði meiri liæfileika en al-
ment gerðist í þessa átt, fór þá að reyna að afla
honum meiri mentunar en lijer var kostur á og
varð loks að ráði, að P. í. færi til Þýskalands
haustið 1913. Þar hefur hann síðan stundað nám
við einn stærsta og þektasta hljómlistarháskóla
heimsins, í Leipzig. En þangað sækja árlega um
þúsund nemendur víðsvegar að, hvítir menn,
svartir og gulir. P. í. tók þar skjótum framförum
og ávann sjer traust kennara sinna, og má m. a.
marka það af þvi, að einn þeirra, sem þá var
jafnframt orgelleikari einnar aðalkirkju borgar-
innar, valdi P. í. úr öllum nemendahóp sínum
til þess að gegna kirkjuembætti sínu, meðan hann
inli af hendi herþjónustu sína í stríðinu. P. í.
fjekk í fyrra 1800 kr. af styrknum til skálda og
listamanna, en hefur annars engan opinberan
styrk fengið.
Aðalkennarar P. í. voru prófessor Karl Slraube,
sem er heimsfrægur maður í sinni grein, í orgel-
leik, prófessor Tischmuller í píanóleik og próf.
Sitt í hljómfræði. P. í. hefur altaf stundað námið
sleitulaust, síðan liann sigldi fyrst, nema árið
1915, er hann veiktist um tíma af ofreynslu. En
til Reykjavíkur hefur hann ávalt komið á sumrin
og haldið kirkjuhljómleika síðari árin. Hann hefur
einnig haldið opinbera hljómleika í Berlín, Kaup-
mannahöfn og í Bæheimi og fengið góða dóma
söngfróðra manna. T. d. sagði eitt þektasta músik
sjerfræðirit Pýskalands, Algm. Musik Zeitung, að
hljómleikur hans í Berlín, hefði sýnt »afburða
orgelsnilling á háu stigi (einem orgelvirtuosen
Páll ísólfsson.
groszen Stiles) og að hann væri ekki einasta
Jistasnjall í ytri meðferð laganna (ein hervorrag-
ender tecknicher), heldur næði hann einnig insta
eðli þeirra mjög vel (ein ausdruchskunstler hohen
Ranges)«. P. í. hefur þó spilað ýms stærstu og
erfiðustu lög eftir t. d. Mendelsohn, Brahms, Bach
og Reger og var sá síðastnefndi kennari hans um
eitt skeið. Sjálfur hefur P. í. samið nokkur lög.
P. í. fylgist vel með, er kátur og skemtinn og
fróður um marga hluti, einnig utan sinnar sjer-
greinar, prúður í framgöngu og reglumaður og
áhugasamur um alt það, sem að sönglist lýtur.
M. a. er honum stofnun hljómlistarskóla hjer
mikið áhugaefni, og komist sú góða hugmynd í
framkvæmd yrði henni og Islensku músiklífi sjálf-
sagt ekki óskað annars betra, en að eignast kenn-
ara og forustumenn á borð við Pál ísólfsson.
V. P. G.