Óðinn - 01.07.1920, Side 41

Óðinn - 01.07.1920, Side 41
ÓÐINN 89 og vanþakklátu störfum með miklum dugnaði og lægni og sjerstakri samviskusemi og trúmensku. Á þeim árum sem Sigurður byrjaði búskap, þekt- ist ekki jarðeplarækt þar um slóðir. Hann byrjaði á því þar fyrstur manna, og með stökum dugnaði og hagsýni tókst honum að verða þar brautryðj- andi í þeirri grein, og stóð jarðepla-ræktin í Krossgerði með mikiuin blóma, þegar lrann brá þar búi, auk þess sem hann bælti jörðina mikið að öðru leyti. Áður var það margra manna trú, að jarðepla- iækt væri þýðingarlaust að reyna á Austurlandi, en Sigurður sýndi hið gagnstæða í verki, enda kom það í Ijós við reynsluna, bæði hjá honum og íleirum, að jarðepli bera vist óvíða bjer á landi margfaldari ávöxt en einmitt á Austurlandi. — Sigurður hefur altaf verið gestrisnismaður hinn mesli. Hann er greindur maður vel og fróður og hinn skemtilegasti í viðræðum, hann er forn og fastur í lund og hefur skýrar og ákveðnar skoðanir í samræmi við lífsreynslu sína, og stendur það alt föslum fótum, á góðum og gömlum íslenskum merg, sem því miður virðist nú á sumum sviðum vera að fjara út úr þjóðlífi voru. Pó að Sigurður sje með allra rammíslenskustu mönnum í hugs- unarhætti, á jeg þar alls ekki við að hann sje afturhaldssamur í skoðunum, þvert á móti hefur hann alla daga fylgst flestum mönnum betur með í öllum framförum lands og þjóðar í orði og verki. Hann er trúmaður mikill og áhugamaður um þau mál. Hann er nú kominn á áltræðisaldur og enn er hann síhugsandi um hag og velferð lands og þjóðar á flestum sviðum, og hef jeg þekt fáa menn á hans aldri, sem hafa eins vak- andi og stöðugan áhuga sem hann, og hefur hann þó verið blindur í tæpan tug ára, og hefur borið þann kross með framúrskarandi stillingu. í öll þau ár sem jeg hef þekt Sigurð, hef jeg ekki heyrt hann æðrast eða óstillast yfir því að ljós augnanna var svo snemma frá honum tekið. í*að hefur löngum verið mín mesta ánægja að tala við gamalt, greint fólk, heyra það lýsa sam- tíðarmönnum sínum og öðru ennþá eldra fólki, og lífsbaráttu þess, ástríðum, kreddum og aldar- anda-sjerkennum. Sigurður er einn þeirra manna, sem hefur gott lag á að veita slíkar ánægjustundir. Sigurður Þorvarðsson hefur verið sá maður í sinni stjett, að þá væri vel ef að ísland ætti sem flesta hans líka. Ríkarður Jónsson. Prestshjónin á Tjörn. Síra Kristján Eldjárn Þórarinsson fæddist að Bægisá 31. maí 1843. Faðir hans var Þórarinn prófastur Kristjánsson prests á Völlum Þorsteins- sonar prests í Stærra-Árskógi Hallgrímssonar prests á Grenjaðarstað Eldjárnssonar prests á Möðru- vallaklaustri. Móðir Krisljáns var Ingibjörg Helga- dóttir frá Vogi á Mýrum. Ólst hann upp að mestu hjá afa sínum, Kristjáni presti á Völlum. til 14 ára aldurs, lærði undir skóla hjá Halldóri Friðrikssyni yíirkennara í Reykjavík og kom í latínuskólann 1864. Úlskrifaðist þaðan 1869, gekk síðan á prestaskólann og tók guðfræðispróf 1871 og vígðist að Stað í Grindavík. Var þar prestur í 8 ár og fluttist síðan að Tjörn í Svarfaðardal, var þar prestur i 38 ár eða til ársins 1917, að hann sagði af sjer og dó af Iungnabólgu nálega missiri síðar, 16. sept 1917. Síra Kristján var tæplega meðalmaður á hæð, en þrekvaxinn og feitlaginn á efri árum. Höfuð stórt með enni hvelft, hátt og fagurt, eldsnörp augu og yfirbragð alt göfuglegt og mikilúðlegt. Hár og skegg bjart. Síra Kristján var gáfumaður mikill, stálminnugur, næmur og skáldmæltur og svo mikill smekkmaður á íslenska tungu, að hreinna mál í ræðu og riti getur ekki en hans. Fór þar saman gnótt orða, val þeirra og skipun. Hafði hann og miklar mætur á kraft- og kjarn- yrðum eldra og yngra máls og notaði þau jafnan. Gleðimaður var hann með afbrigðum og eru vin- um hans og öðrum, er á heyrðu, ógleymanlegar stundir þær er hann sagði kýmnisögur, er hann kunni ógrynni af og sagði með svo miklu fjöri og fyndni að gneistar stukku at hverri setningu. Var hann þó ætíð hinn kurteisasti og vel á verði um virðing sína og prúðmenni í framgöngu, enda þá er mesta glaðværð var á ferðum. »GIeðin lifir allan heims um aldur, og Eldjárn þarf hún til að lifa í«, kvað Jón Ólafsson skólabróðir hans. Göfugmenni var hann í skapi, en skapstór og þó stiltur vel, en napuryrtur mótstöðumönnum; trú- maður sterkur og þróttmikill, en þó frjálslyndur. Fremur lítið gaf hann sig að opinberum málum og mun þar hafa kosið að forðast deilur og sveitar- krit, enda var öllum sóknarbörnum hlýtt til hans og báru virðingu fyrir honum, vegna göfugrar framkomu, ekki síður utan kirkju en innan. Sjá eftirmæli í Lögrjettu 24. júlí 1918, 34. tbl.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.