Óðinn - 01.07.1920, Side 44

Óðinn - 01.07.1920, Side 44
92 ÓÐINN Hátíðahöldin í Suður-Jótlandi. Það var mikil gleði á ferð- um í Danmörku í sumar, er Norður-Sljesvík sameinaðist konungsríkinu samkvæmt und- angenginni almenningsatkvæða- greiðslu. Var sameiningin hald- in hátíðleg í Khöfn 9. júli, en í Suður-Jótlandi 10.—12. júlí. Tveimur mönnum af fslandi var af dönsku stjórninni boðið til hátíðahaldanna, og fór Jóh. bæjarfógeti Jóhannesson, forseti sameinaðs alþingis, sem full- trúi íslensku sljórnarinnar, en ritstjóri þessa blaðs sem fulltrúi íslenskra blaðamanna. í »Lög- rjettu« hefur verið sagt all- ítarlega frá hátíðahöldunum og frá suðurjótsku málunum jTirleitt, baráttu Dana þar fyrir viðhaldi tungu sinnar og þjóð- ernis og þeim mönnum, sem best hafa gengið þar fram í þeim málum. Sameiningarhá- tíðahöldin í Suður-Jótlandi voru mjög stórfengileg og við- hafnarmikil og viðtökurnar, sem Kristján konungur X., fjölskylda hans og fylgdarlið, fjekk þar hjá öllum almenn- ingi hinar hjartanlegustu. Morguninn 10. júli reið kon- ungur á hvítum hesti suður yfir landamærin, undir skraut- boga, sem þar hafði verið reistur. Óteljandi mannfjöldi var beggja megin vegarins. P. J. Refshauge sjálfeignarbóndi bauð konung þar velkominn, i nafni Suður-Jóta, en kon- ungur svaraði og bauð Suður- Jóta velkomna heim. Þetta er sýnt hjer á efri myndinni. En aðalhátíðin var haldin daginn eftir á Dybbölhæðum. Þær eru nafnkunnar í sögu Danmerkur,

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.