Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 3

Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 3
ÓÐINN 3 lutu tillögur alþingis 1873 í stjórnarmálinu og þeim tillögum hjet H. F. fylgi sínu. Eins og kunnugt er varð árangurinn af þessari málaleitun alþingis og landshöfðingja sá, að 5. janúar 1874 gaf konungur út »Stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni íslands«. Var stjórnarskráin látin ganga í gildi á þjóðhátíðinni sama ár og mátti því skoða hana sem 1000 ára af- mælisgjöf til vor íslendinga. Segja mátti að hjörtu íslendinga fyltust fögnuði þegar stjórnarskráin var gefin, svo mikilvægar rjettar- bætur þótti hún veita. Anægjan rjenaði að vísu nokkuð síðar, eftir því sem árin liðu, og menn þóttust betur sjá gallana. En óhætt mun að fullyrða, að sárfáir hafi þeir verið hjer á landi 1874 er gert hafi sjer í hug- arlund, að fullkomnari stjórnfarslegar endurbætur væri þá tiltök að fá, að svo komnu. Alment mun hafa verið litið svo á, að H. F. hefði átt mikinn og góðan þátt í því, að vjer fengum stjórnarskrána 1874 — frelsisskrána úr föðurhendi, eins og Matthías kvað — og að hún eigi varð ófull- komnari en hún var. — Þetta er síst of mælt. — Sá er þessar línur ritar átti endur fyrir löngu kost á að kynnast ýmsu af því, er farið hafði á milli H. F. og stjórnarinnar dönsku um sjálfsforræðismálefni vor, og hika jeg mjer eigi við að fullyrða að mjög fáum mönnum — auðvitað að ]óni Sigurðssyni fráskildum — muni íslenska þjóðin eiga jafnmikla þakkarskuld að gjalda í þeim efnum eins og einmitt Hilmari Fin- sen. Svo vel og viturlega bar hann fram og studd kröfur vorar og óskir. i Það fjell H. F. í skaut að koma stjórnarskránni í framkvæmd og beita henni fyrstu 8 til 9 árin eftir að hún kom í gildi. Á þessu tímabili sat hann á 4 fyrstu löggjafarþingunum og til hans kasta sem landshöfð- ingja kom þá meðal annars að mynda sem best skipu- lag milli þings og stjórnar um löggjafarstarfið og þá eigi síður hitt, að stuðla að því, að sú undirstaða yrði lögð undir hið nýfengna fjárforræði vort, að fjár- hagslegu sjálfstæði voru gæti orðið borgið, ekki að eins í orði heldur einnig á borði. — Hann ljet sjer mjög ant um, að svo væri gengið frá fjárlögum, að tekjuafgangur yrði og að sem sparlegast væri með fje landsins farið. — Leit hann eins og fleiri svo á, að lítið mundi verða úr sjálfstæðinu, ef óreiða væri á fjárhag vorum. — Taldi hann nauðsyn á, að landið eignaðist varasjóð, er grípa mætti til þegar brýn þörf væri á. Og þegar H. F. ljet hjer af embætti og fór aftur af landi burt, var varasjóðurinn orðinn svo álit- legur að eign hans nam alls fullum 800 þúsundum króna. Verður búskapur þessi þó enn myndarlegri þegar þess er gætt, að talsvert mikið fje þurfti fram að leggja, fyrstu árin eftir að landið fjekk fjárforræði, til ýmsra verklegra framkvæmda og annara umbóta, er mikinn kostnað höfðu í för með sjer, svo sem til vegagerða, til nýs læknaskóla, til aukinna útgjalda við læknaskipun landsins og til annara heilbrigðismála, til byggingar alþingishússins o. fl. — Auk þessa höfðu kjör embættismanna yfirleitt verið mikið bætt. Mörg mikilsverð lög voru samin og gefin út á lög- gjafarþingum þeim, er H. F. sat á, og átti hann meiri eður minni þátt í þeim. Eru sum af lögum þessum enn í gildi, að mestu eða öllu óbreytt. Þá var eigi, eins og oft vill nú verða, tjaldað til einnar nætur í lagasmíði vorri. Hilmar Finsen var eljumaður mesti og mikill og dugandi starfsmaður. Að skrif- stofustörfum vann hann mjög. — Embættisbrjef hans voru að jafnaði æði löng, sjerstaklega voru brjef hans til stjórnarinnar í Kaup- mannahöfn mjög ræki- leg og ítarleg og skrif- uð í »kancellistýl« eins og þá var títt, gat þó komið fyrir að innan um kancelliritháttinn væri bland- að meinlausum fyndnis- eða kýmnis-setningum, ef eitt- hvað »lá vel við höggi«. — Venjulega var H. F. kominn á skrifstofu sína kl. 8—9 að morgni — miklu fyr um þingtímann — og hætti eigi störfum fyr en eftir kl. 7 á kvöldin, enda var skrifstofutími á opin- berum skrifstofum hjer í bæ þá miklu lengri en nú. — Að jafnaði stóð hann við skrifpúlt sitt, þegar hann vann að brjefaskriftum. I ytri framkomu var H. F. mesta snyrtimenni, en jafnframt alvarlegur og hispurslaus. Hann hafði hrein- an og tilkomumikinn yfirsvip, en var nokkuð þung- brýnn. Sópaði mjög að honum í allri framgöngu. Hann var freklega meðalmaður á hæð, en þrekinn og þjettvaxinn. Þegar Kristján konungur níundi heimsótti Island, fyrstur allra konunga vorra, á þjóðhátíðinni 1874, lenti það aðallega á H. F. að annast um, að móttaka á konungi og fylgdarliði hans færi vel og sómasamlega úr hendi. Var þetta eigi vandalaust verk eins og þá var ástatt með öll samgöngu- og farar tæki. Gisti kon- Hilmar Finsen. j

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.