Óðinn - 01.01.1924, Page 5
ÓÐINN
5
præsidentsembættinu, er staðið hafði óveitt meðan
hann var ráðherra. — Var þá farið áð brydda á sjúk-
leika þeim, krabbameini í munni, er nokkru síðar
varð honum að bana.
Hann andaðist í Kaupmannahöfn, eftir allmiklar
þjáningar, 15. janúar 1886, tæplega 62 ára að aldri.
Var hann jarðsunginn frá Frúarkirkju þar í borginni
með mikilli viðhöfn, að viðstöddum konungi og mann-
fjölda miklum. Landar vorir í Khöfn lögðu silfursveig
á kistu hans í nafni hinnar íslensku þjóðar.
Það er að eins eldri kynslóðin sem nú lifir á Iandi
hjer, sem nokkru sinni hefur litið H. F. sýnum, eður
man eftir honum í sjón. En til er af honum ágæt
olíumynd, aðdáanlega lík honum; hangir sú mynd í
neðri deildar sal Alþingishússins.
Nafn Hilmars Finsen mun jafnan geymast með
sæmd í stjórnmálasögu vor Islendinga, og minst mun
hans verða meðal hinna mikilvirkustu embættismanna
vorra. — Islandi og íslensku þjóðinni unni hann af
alhug og þarfur maður var hann landi voru, þó hvorki
væri hann fæddur hjer, nje bæri hjer beinin.
Reykjavlk 28. janúar 1924.
Sighvatur Bjarnason.
hinn bjarti máni hló.
Þá greip jeg skíðin, álm og ör
og annan fararkost,
á heiðum uppi hafðist við,
var heitinn: þurrafrost.
]eg hæfði úlfa, hrein og björn;
minn hlutur stærstur var,
því enginn betur örvum skaut
nje orku stærri bar.
]eg var hinn gildi, sterki stofn,
sem stæltu veðrin geyst;
og við mjer skein hið fjarsta fjall
sem fegurst takmark reist.
Og drotning eina dag og nótt
jeg draumum mínum fól,
sem fegri var en rós í runn,
er reifði dögg og sól.
Hún yfirbragð og augnaráð
í æskufegurð bar.
En hennar óðal æðra’ en mitt
og auðlegð stærri var.
0
Þorkell þurrafrost.
Á Heiðmörk, sem jeg enn þá ann,
var æsku minnar storð.
]eg bændahjónum borinn var;
það barst ei mikið orð
um dáðir þeirra, starf og strit
og styrk í hverri raun.
í verkahring og sveita sinn
þau sóttu gervöll laun.
Og tímar liðu fleygir fram.
]eg fjekk með aldri þrótt,
því sæmd og fremd til frægðar var
af fræknum drengjum sótt.
Og æskan fór um fjöll og skóg
með frjálsum gleðibrag
og íþrótt hverja æfði’ og ljek
um endilangan dag.
Og vetur kom með fannafald
um fjöll og breiðan skóg.
Við bláum ís um bekk og vötn
Um gullsins tál jeg tefldi ei,
jeg tefldi’ um hjartans mál.
Það deyðir engin heimskuhefð
hið hæsta í mannsins sál!
— Þó hefti fljótið frerahrönn,
það fellur ekki’ í kör;
með brimsins þunga brýst það fram
og brýtur hverja skör.
Sem þjófur einn um þögla nótt
jeg þræddi lægstu slóð,
og drotning mína bar á braut,
sem beið í fjötrum hljóð.
Það herfang síðar ljet jeg laust,
því lið mitt varnir þraut.
]eg seldi hennar föður feigð;
á flótta komst jeg braut.
Þá vóru ofin örlög mín
og eftir lögum trygð,
því sektarorð hins seka manns
var sent um víða bygð.
]eg átti ei frið um ættarstorð
og engin bjargarráð,
var dræpur hverjum þræl og þjóf,
sem þekti enga dáð.