Óðinn - 01.01.1924, Side 7

Óðinn - 01.01.1924, Side 7
OÐINN 7 Frú Þóra Melsteð. 1823 — 18. desember — 1923. I. 18. desember er aldarafmæli Þóru Melsteð, er mest og best hefur barist fyrir mentun íslenskra kvenna. Island hefur átt margar góðar og merkar konur, en þær hefðu verið fleiri, ef meira hefði verið gert til þess að veita þeim betra uppeldi og fræðslu en raun hefur á verið. í ritgerð um upptök Kvennaskól- ans í Reykjavík segir Páll Melsteð, að »kvenfólkið hafði yfirleitt alist upp í tilsagnar- leysi og vanþekking til munns og handa, og þar af hefur eðlilega leitt fyrst og fremst að mörg kona með góðum, jafnvel ágætum nátt- úrugáfum, hefur sýnst standa langt að baki mannsins í þekkingu, og ekki.haft hug eða skynbragð á því, sem honum hefur verið mjög ríkt í skapi. Enn fremur hefur margur heimskinginn, sem eitthvert nasavit hefur fengið á bókmentum, þókst standa miklu framar en kona hans, þótt vel væri greind, af því að hana vantaði mentun og traust á sjálfri sjer. Af mentunarleysinu hef- ur margt ilt stafað, t. d. stjórnleysi á heimili, óþrifnaður og óregla. Og hvernig getur nokkur ætlast til þess, að mentunarlítil eða ment- unarlaus húsmóðir kunni að stýra hjúum sínum og börnum eins vel og viturlega eins og hin, sem mentun hefur fengið bæði til muns og handa. En þrátt fyrir alla erfiðleika og alt skólaleysi, voru þó til margar heiðarlegar und- antekningar og margar ágætar húsmæður, sem höfðu notið tilsagnar á bestu heimilum landsins*.1) Þóra Melsteð hafði fengið óvenjulega gott uppeldi og mikla mentun þegar í æsku. Hún var gædd mjög góðum gáfum og var snemma námfús og þrekmikil. Hún fekk eigi að eins þá tilsögn, sem hægt er að fá á góðu og mentuðu heimili, heldur naut hún og kenslu í fjögur ár (1842—1846) í Kaupmannahöfn bæði í hannyrðum og ýmsum bóklegum fræðigrein- um. Þá lærði hún meðal annars ensku, þýsku og 1) Kvennaskólinn í Reykjavík 1874—1906. Rvík 1907. Bls. 3. frakknesku, og hafði hún þó áður lært töluvert bæði í þýsku og ensku. Veitti hún síðar í Reykjavík stund- um kenslu í tungum þessum, en þó einkanlega í ensku. Það var í raun rjettri eðlilegt, að Þóra Melsteð yrði fyrst til þess að hefja baráttuna á íslandi fyrir mentun kvenna og stofnun kvennaskóla. Hún hafði hlotið meiri mentun en aðrar konur á Islandi á þeim tímum og hafði snemma áhuga á því að fræða stúlk- ur; þess vegna hjelt hún ásamt Ágústu systur sinni stúlknaskóla í Reykjavík (í Suðurgötu nr. 2) árin 1851 —1853. Hún fann til niðurlægingar þeirrar, er margar íslenskar konur voru í sökum mentunarleysis. Engin íslensk kona þekti heldur eins vel og hún, hve mikið var farið að gera í öðrum löndum til þess að fræða kven- fólkið. En þá er Þóra Melsteð tók að reyna að koma kvennaskóla á fót, var hagyr manna á íslandi miklu þrengri en hann er nú á dögum og ástandið í mörgum greinum öðruvísi. Vjer, sem fæddir erum 1860 eða um það leyti sem Þóra Melsteð tók fyrst að tala um að koma kvennaskóla á stofn og munum eftir árunum 1866—1870, minn- umst þess í bernsku, að þá er kom fram á miðja vetur, eða fram á Þorra eða Góu, var venjulega tek- ið að tala um það, að nú væri farið að sjá á fólki í sumum sveit- um sökum hungurs. Sjerstaklega man jeg eftir, að slíkar frjettir bár- ust upp í Grímsnesið úr Flóanum og af Bakkanum, frá sjávarsíðunni; einnig bar það við, að sæjist á mönnum á nokkrum bæjum í Grímsnesinu, en þá var þangað gefin mat- arbjörg. Á þessum tímum var mjög lítið um peninga meðal manna; öll verslun var að heita mátti vöruskiftaversl- un. Nálega engir fengu peninga nema nokkrir em- bættismenn, sem fengu laun sín greidd í peningum úr Jarðabókarsjóðnum. Flestir embættismenn, svo sem prestar og sýslumenn, fengu laun sín mestmegnis í innlendum afurðum, smjöri, sauðfje, lambsfóðrum, ull, fiski o. fl. Þá var enginn sparisjóður á Islandi. Hinn fyrsti sparisjóður var stofnaður í Reykjavík í marstmánuði 1872 og tók til starfa 20. apríl það ár. Þótt þjóðfje- lag vort sje enn lítið og smávaxið, munu þó margir

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.