Óðinn - 01.01.1924, Side 8

Óðinn - 01.01.1924, Side 8
8 ÓÐINN af æskulýð vorum eiga erfitt með að gera sjer glögga grein fyrir því, hve hagur manna var þröngur fyrir 50 til 60 árum, hve landsmenn voru vanafastir, íhalds- samir og áræðalitlir, og stjórn landsins framtakslítil til endurbóta. Landið var þá enn að mestu læknislaust. Engir skólar voru til nema latínuskólinn, prestaskólinn, barnaskólinn í Reykjavík og örfáir aðrir barnaskólar. Alþingi gat þá að eins gefið ráð, en hafði eigi fjárveitingarvald. Eitt var þó að minsta kosti ljettara en nú; það voru hin opinberu gjöld, skattar og tollar. Þeir voru margfalt minni en nú. Brennivíns og áfengis- tollur var fyrst lagður á 1. júlí 1872. En þar sem peningar voru fágætir, og deyfð eða framtaksleysi og vanafesta rík meðal landsmanna, var það eigi Ijett verk að koma á fyrsta kvennaskólanum á Islandi. Þess verður vel að gæta, að hann var sett- ur á stofn áður en alþingi tók að semja fjárlög fyrir Iandið, og án hinnar minstu hjálpar frá stjórn lands- ins, þingi eða úr landssjóði. II. 13. nóvember 1869, fyrir rjettum 54 árum, ritaði Páll Mesteð að bæn konu sinnar grein, sem prentuð er í Norðanfara, um að stofnaður yrði kvennaskóli; hann gat þess hve mikið væri gert til að menta karl- mennina og miklu fje varið til þess; tíminn heimtaði nú, að mentun kvenna væri meiri gaumur gefin. Af því að undirtektirnar undir þetta voru svo daufar á íslandi, fór Þóra Melsteð utan 19. maí 1870 og dvaldi mest alt sumarið í Kaumannahöfn og í Edinborg, til þess að koma hreifingu á málið. Hún ræddi um það við ýmsa merka menn og konur, einkum í Kaup- mannahöfn. Menn tóku máli hennar vel, en hagur Dana var erfiður eftir ófriðinn 1864, og sumarið 1870 hófst hinn mikli ófriður milli Frakka og Þjóðverja og dró hann mjög hugi Dana að sjer. Sögðu þá menn eins og t. a. m. hinn nafnkunni ættjarðarvinur Frede- rik Barfod, sagnaritari og ritstjóri, að Islendingar sjálfir yrðu að byrja, en væri þeim alvara með mál þetta, mundu Danir styðja það. Þóra Melsteð kom 8. okt. heim úr utanferð sinni. Sunnudaginn 12. marts þá um veturinn kvaddi hún 24 konur í Reykjavík til fundar við sig í húsi þeirra hjóna, og lagði fyrir þær frumvarp um tilhögun á fyrirhuguðum kvennaskóla. Konur þessai samþyktu frumvarpið, og kusu fimm kvenna nefnd til framkvæmda í máli þessu. En skrif- arastörf í nefnd þessari tókst Páll Mesteð á hendur og fjehirðisstörfin kaupmaður H. Th. A. Thomsen. Síðan var prentað »ávarp til íslendinga«, dagsett 18. marts 1871, með tillögum Þóru Melsteð um skólann. Undir þetta ávarp rituðu allar þær konur, sem á fund- inn höfðu komið, og þeir Páll Melsteð og Thomsen. I nefndina voru kosnar Olufa Finsen, kona landshöfð- ingja, Ingileif Melsteð, ekkja Páls Melsteðs amtmanns, Hólmfríður Þorvaldsdóttir, kona ]óns Guðmundssonar ritstjóra, Guðrún Guttormsdóttir, ekkja Gísla læknis Hjálmarssonar, og Þóra Melsteð. Avarpið var nú sent út um sveitir, en það fjekk mjög daufar undirtekir af þeim ástæðum, sem þegar er getið. Þess voru lítil dæmi á íslandi að stofnaður væri skóli með samskotum, og flestum þótti það óþarfa nýbreytni að fara að setja skóla á stofn handa kvenfóiki; »nú, við höfum komist af hingað til án þess að hafa kvennaskóla, og svo mundu menn einnig geta eftirleiðis«. Sumir óttuðust það líka að skólinn yrði óþjóðlegur, af því að dönsk kona, Þóra Melsteð, átti upptökin, — hún var dönsk-norsk í aðra ættina, — og dönsk kona, landshöfðingjafrúin, var í nefndinni. Aðrir kváðu ófært að hafa kvennaskóla í Reykjavík; hún væri óþjóðlegur bær og kvennfólkið lærði þar ekkert annað en prjál. Þótt landsmenn væru frá aldaöðli vanir við að hjálpa hver öðrum í sinni sveit, þá er í nauðirnar rak, og þótt gestrisni og greiðvikni væri víða mikil, þótti þó flestum þesskonar samskot sem hver önnur óviðkomandi nýlunda. Þó þurfti að safna í sjóð, til þess að geta komið skólanum á fót. Þóra Melsteð reið þá á vaðið. Hún lauk um þessar mundir við all- mikla og fagra gólfábreiðu, sem hún hafði heklað, og gaf hana til þess að halda hlutaveltu um. Fyrir hana fengust 192 kr. 67 a. Nokkrir menn á Suður- og Vesturlandi gáfu því næst til skólasjóðs og urðu það samtals 78 kr. 83 aurar; af því gáfu skólapiltar í latínuskólanum 18 kr. 33 au. Nú var byrjunin gerð og árið eftlr hófust samskót í Kaupmannahöfn til kvennaskólans; var þar skipuð nefnd til að gangast fyrir þeim, og studdi drengilega að því justitsráð Bojesen, faðir landshöfðingjafrúarinn- ar, er dvaldi í Reykjavík haustið 1872, Friðrik Bar- fod og nokkrar danskar konur. Konungur og drotn- ing, krónprins og krónprinsessan og ýmsir aðrir gáfu höfðinglega, enda komu eigi minna en 9/io af öllum gjöfunum frá Dönum, en þó nokkuð frá Edinborg og jafnvel frá Englandi; átti Ágústa systir Þóru Mel- steð mestan þátt í því. Hún var þá kenslukona í Edinborg. Nokkrar konur á Suðurlandi gáfu og til skólans eins og getið er í Víkverja, en Reykvíkingar keyptu flesta þá muni, sem gefnir voru frá Danmörku.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.