Óðinn - 01.01.1924, Page 11

Óðinn - 01.01.1924, Page 11
ÓÐINN 11 Ljóðmæli. Jeg veit um land — ]eg veit um land — jeg vissi’ um land, þar vorsól ávalt skín; við ytstu höf, við ósæ höf það elur ljóð til mín og laðar eins, það laðar eins og ljúfur árdags blær. Jeg á mjer væng jeg átti væng, sem aleinn þangað nær. ]eg vissi um þrá — jeg veit um þrá, sem varð mjer sár og heit, er heimur brást, er heill mjer brást og hjartarætur sleit. Að lind hún varð, að ljóði’ hún varð, að lind við kletta nöf. Þar baða’ jeg væng, minn brotna væng, og ber til flugs á höf. Að baki blárra fjalla. Að baki blárra fjalla hin bjarta hnígur sól og dala daggir falla líkt draumi’ á foldar ból. Um auðnir einn jeg geng. Og töfrar vors og trega þar tvinna hörpustreng. Enn glóir lauf í lundi í ljósri austurhlíð sem von á fagnafundi í fyrstu æskutíð. Um runn og heiðloft há jeg heyri kvæði kveðið það kvöld sem minnir á. Hver ósk, sem ljek í lyndi sem Ijóð — í bláinn streymt; hvert horfið æsku yndi sem ör í huga geymt fær lit af lífsins glóð. Mín sorg um lundinn líður og laufið strýkur hljóð. og signir dægra mót og vorið armi vefur um viljans huldu rót, og horfins yndis arf það laugar dögg og leggur í landsins gróðrar starf. Er vetrarhríð þinn vanga slær. Er vetrarhríð þinn vanga slær á vorsins raddir hlýddu; þó færist ísar nær og nær þitt naust með blómum skrýddu. Þó fölvski fegins glóð, þó fjari hjarta-blóð — þá syngdu þó þín sólarljóð og svellin vermdu og þýddu. Hvort heyrir þú — ? Hvort heyrir þú árniðar ómana þýðu og óðinn í gróandi lund? Hvort sjerðu hvar Iðunn með eplin sín fríðu fer örlát um hæðir og sund? Nú kastar hver álfa’ af sjer ellinnar þunga, nú ómar af gleði hver vakandi tunga; hver bygð verður blómleg og hlý og himininn bjartur, svo hár og svo víður og hugsjónatindurinn lokkandi fríður og sviphreint hvert sólarlags ský. Við óttusöng dreymandi, albjartrar nætur hvert árdegi fagnandi rís. Hvert ódáins frækorn, sem festi sjer rætur, fær faðmlag af kærleikans dís. — Þú skínandi stjarna í ástum og óði, þú alskíra perla í guðstrúarsjóði með angan af eilífðarströnd, með geislabaug vonar um sælu og sorgir, með sólskin um lífið í hreysi og borgir — jeg rjetti þjer hug minn og hönd. Gekk jeg upp í Grænuhlíð. Gekk jeg upp í Grænuhlíð í gróðrar-tíð. Ómþýð liðu ljóð um mó. Breiddi fanna feld fjall við sólareld. Hin síðsta sólrönd tefur

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.