Óðinn - 01.01.1924, Page 15

Óðinn - 01.01.1924, Page 15
15 ÓÐINN rækni og snyrtileiki í allri umgengni. Er Jakob sjálfur manna tryggastur og raunbestur vinum sínum, skemt- inn og einarður, orðhvass og hnittinn. Mun sumum, er hann telur meiri að yfirlæti en manndómi, þykja hann raunar kaldyrtur og meinyrtur og frekar fár á mann. En svo er um einkalíf hans sem skáldskap, að hann fer hvervetna sínar eigin götur. Skáldskapurinn. Snæljós, Sprettir, Kyljur. í hinni stóru, norsku bókmentasögu þeirra prófes- soranna Francis Bull og Fredrik Paasche er svo sagt í ritgerð um rúnir, að orðið skáld þýði í fyrstu eitt- hvað það, er geri mönnum fært að skynja og athuga eðli hlutanna, vilja guðanna — eða að minsta kosti raunveruleg öfl, sem ekki er öllum ljeð að skilja eða gera sjer greir fyrir. ]eg gat ekki stilt mig um að minnast hjer á þessa þýðingu orðsins, þar eð hún er náskyld þeim skiln- ingi, er alþýða manna hefur haft á því, hvað væri að vera skáld. Eigi mun almenningur hafa gert sjer grein fyrir þessum skilningi sínum, en eins og kunnugt er hefur hann löngum sett skáldin í samband við æðri máttarvöld. Ailir vita það, að ýmsar sögur hafa mynd- ast um skáldin, er sýna þetta glögglega, og á allra vitorði er, að kraftaskáldin voru talin hafa meira vald en öðrum dauðlegum mönnum er gefið. Enn fremur má taka það fram, að þetta bendir á, að menn hafi að vissu leyti lítinn mun gert til skams tíma á göldr- um og skáldskap, og svo var einmitt í fornöld. En hjá mörgum ríkti eigi að eins óttablandin virðing fyrir skáldum, heldur og ást á þeim. Svo hefur það verið. Alþýðu manna hefur verið unun að ljóðum og æfin- týrum, fundið þar þrá sinni svölun og fengið þar gullna skó inn á land hugsjóna og drauma. Nú víkur þessu á annan veg við. Efnishyggja og fjegirni, sam- fara vaxandi tildurfýsn og fíkn í kjarnlausan glaum og gjálífi, hefur gripið um sig, svo að minna og minna er gefinn gaumur að þeim, er eigi vilja hafa magann fyrir sinn guð. Heima í sveit minni var þetta á annan veg, og á heimili foreldra minna áttu andleg verðmæti enn þá ljósmagn í ryki hversdagsstarfanna. ]afn glað- ur hlýddi jeg því þar á þjóðsögur ]óns Arnasonar, kjarnkvæði Gríms Thomsen og glitljóð yngstu skáld- anna. Og 16 ára gamall, fjarri heimili mínu og illa haldinn eftir að velkjast dögum saman á fiskiskipi, fárveikur af mislingum, fjekk jeg í hendur »Snæljós«. Þau báru mjer minningar ótal kvölda heima, er kvæði Sóðskáldanna voru Iesin og sögur sagðar — og þau sýndu mjer í gletni og alvöru þær hliðar lífsins, er mjer hafði sjálfum gefist kostur á að athuga. Upp frá þeim degi var jeg vinur skáldsins ]akobs Thórarensen. Eigi mun jeg hjer geta svo sem jeg vildi lýst skáld- skap ]akobs eða vitnað svo í hann, sem æskilegt væri. En það, sem mest ber á í ljóðum hans, er styrk- ur, einurð, festa og manndómur. Einstöku sinnum bregður fyrir eins og efasemdum um það, hvort byrð- ar lífsins verði bornar, eins og í fyrstu bók hans, »Snæljósum«, þar sem hann gerir jafnvel ráð fyrir því, að verða undir sköflum forlaganna. En ekkert er þar samt víl eða vol og því síður háværir kveinstafir. Þeim sem sýna karlmensku og kjark getur hann líka fyrirgefið, þó að þeir sjeu þá að einhverju brokk- gengir. Hann gerir ekki kröfu til að menn sjeu heil- agir, að eins þeir sjeu þjettir á velli og í lund og búnir þeim höfuðdygðum, er mestar og bestar hafa þótt með oss íslendingum. I kvæðinu »í hákarlaleg- um« segir hann: „Kunnið þið við að kalla svín kappana’, er lentu' í svona þófi, þótt þeir um kvöldið kystu’ í hófi kvenfólk og drykkju brennivín, þegar úr brims og kafaldskófi komu þeir snöggvast heim til sín“. Og þá er frábærir vitsmunir eru annarsvegar, á hann bágt með að áfella, þó að eitthvað sje bogið við hreinskilnina og brögð sjeu í tafli, svo sem hjá Snorra goða, er hann yrkir um eitt af sínum ágætustu kvæðum. En jafnt og hann dáir karlmensku og þrek hjá körlum, dáir hann og skörungsskap hjá konum mest allra eiginleika. Hann yrkir um Guðrúnu Ósvífurs- dóttur, skörunginn mikla, og Hrefna á Heiði, er hafn- ar sýslumanninum, en heldur trygð við unnusta sinn, dæmdan þjóf, á hug hans allan og aðdáun. En eigi að eins hreysti og skörungsskapur eiga ]akob að talsmanni, heldur og allar hreinar kendir. Áður hefur verið minst á kvæðið um Ásdísi á Bjargi, og það, sem skáldið yrkir til konu sinnar, sýnir, að hann kann að meta að verðleikum hreina og fórnfúsa konuást. Þó kemur þetta hvergi eins fallega fram og í kvæðinu »Eldraun« baráttan í manninum, þar sem ástin til móður og konu eru jafnheitar og hann fær eigi gert þar upp á milli. En þá kemur móðirin og leggur fram líf sitt sem fórn. En þrátt fyrir það, þótt ]akob rómi mest hið stór- felda og skörulega, verður það og glögglega ljóst af kvæðum hans, að hann finnur sárt til með olnboga- börnum lífsins. Mynd sú, er hann dregur í »Elda-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.