Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 19

Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 19
ÓÐINN 19 þótt in heitu hugarsár hefðir ei til sýnis. — Vfir fjöllin farðu vel Fróns úr veðrum stríðum, þótt þig dylji dimmleit Hel, dvelurðu hjá mjer tíðum. Nafnlaust skip. Um tilveru úthafið skríður eitt skip, sem skyldast er æfintýri, því hittingur stendur við stýri. Það dvelur ei innfjarða, en sjest þar í svip, það siglir í fjarska með skrykki og fip og veilur í kaðli’ og víri. I súðunum hryktir, oft brestur þar band, oft brotna þar rár og stengur, en ferðin er »hvínandi flengur«, Þótt óhrein sje leiðin, því gerir ei grand, um grynnin það öslar, en fyrrist strand, hrein furða hvað gnoð þeirri gengur. Og skipverjar stundum vaka vel, þó vill til — og sæinn skefur — að seggur hver einasti sefur. A brotsjóum vakkar blóðeyg Hel, en blindandi másar skipsins vjel og fárviðrið græði grefur. Það fólk, sem tekur sjer fari þar og farkosts ei tryggara bíður, er kvíslaður, kynlegur lýður. Mörg stórhuga peð þar steðja um mar, eins stroknir frá hirð sinni konungar á mannfrelsi mest sem ríður. Og þar eru meyjar og mjög er kátt, alt miðað við líðandi stundu, í mistrinu um græði og grundu; og frelsinu er gert undir höfði hátt, menn hylja ekki neitt, en strípast þrátt að lyst sinni í hjarta og lundu. Það skipið um víðsjáinn var og er og verður að eilífu á kreiki, þótt stjórninni og stefnunni skeiki. En ein er sú viðsjá, er varast ber, alt verður að dufti, ef skipherrann sjer þá vá, það er veruleiki. Jakob Thorarensen. st Carl Jósef Guðmundsson og Petra Jónsdóttir. Carl ]ósef Guðmundsson fæddist á Torfastöðum í Vopnafirði 17. apríl 1861. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefánsson rausn- arbóndi þar, og kona hans júliane Jensine, fædd Schou. Hún var af dönskum ættum, dóttir Hermanns Seviren Christian Schou, verslunarstjóra á Siglufirði og síðar á Vopnafirði. Guðmundur faðir Carls var fæddur 9. maí 1820, sonur Stefáns Ólafssonar bónda á Torfastöðum (d. 24. ágúst 1834), Stefán var sonur Ólafs Einarssonar einnig bónda á Torfastöðum. Bendir þetta á, að hjer hafi verið um ættaróðal að ræða, en þó verður ekki beinn karleggur lengra rakinn að sinni svo örugt megi telja. Sólveig hjet kona Stefáns Ólafssonar. Hún var Björnsdóttir, stúdents frá Böðvarsdal, Ólafssonar prests í Hirkjubæ, Asmundssonar blinda á Sauðanesi, Ólafs- sonar prests og sálmaskálds á Sauðanesi. Guðrún hjet kona Ðjörns stúdents. Hún var dóttir Skafta Árnasonar prests að Hofi í Vopnafirði; er ætt hans svo kunn að óþarft er að rekja hana hjer áfram. Foreldrar Carls áttu 12 börn, en ekki náðu nema 4 þeirra þroskaskeiði. Að eins eitt þeirra er lifandi nú, Stefán Guðmundsson, kaupmaður á Fáskrúðs- firði. Hin sem fullorðinsárum náðu, auk Carls, voru Stefanía kona Páls H. Gíslasonar kaupmanns, dáin úr pestinni miklu 6. nóv. 1918, og sjera Guðm. Emil prestur að Kvíabekk, dáinn fyrir nokkrum árum. Carl ólst upp í föðurgarði til tvítugs aldurs, og mun ekki hafa notið annarar mentunar í æsku en þá var títt á betri heimilum í sveit. Um tvítugt rjeðist hann búðarmaður til Pjeturs Guðjónsens verslunarstjóra á Vopnafirði og var hjá honum nokkur ár (ca. 3), en rjeðist þaðan til Stefáns bróður síns, sem var versl- unarstjóri hjá Orum & Wulff á Djúpavogi. Þar var hann árin 1884—1889. Þau árin sem hann var hjá Stefáni sigldi hann á vetrum og vann á veturna á skrifstofu Orum & Wulff í Kaupmannahöfn. Tók hann þá mikinn þátt í fjelagsskap íslenskra stúdenta sem þar dvöldu, og hjeltst upp frá því vinátta með honum

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.