Óðinn - 01.01.1924, Qupperneq 23
23
ÓÐINN
ir bónda á Brimnesi. Kona hans og móðir Sigríðar
var Þórunn Ólafsdóttir, Pjeturssonar bónda á Kóreks-
stöðum, Pjeturssonar eldra, bónda á Torfastöðum í
Vopnafirði, síðar í Hallgeirsstöðum í Jökulsárhlíð,
Bjarnasonar, sýslumanns á Burstarfelli, Oddssonar,
prests á Hofi í Vopnafirði. Kona hans og móðir
Bjarna sýslumanns var Ingibjörg Vigfúsdóttir, sýslu-
manns í Þingeyjarþingi, Þorsteinssonar, sýslumanns s.
st, Finnbogasonar, lögmanns í Asi, Maríulausa, ]óns-
sonar, prests á Grenjaðarstað, Maríuskálds. Kona Þor-
steins sýslumanns og móðir
Vigfúsar var Sezelja Torfa-
dóttir ríka, sýslumanns í
Klofa, dáins 1523.
Móðurlangafi Finns, Brynj-
ólfur prófastur í Eydölum,
sem fyr er nefndur, var
Gíslason, prófasts í Eydöl-
um, Sigurðssonar, prests s.
st., Sveinssonar prests s. st.
Þessi ætt, rakin ýmist i karl-
eða kvenlegg, nær til Bjarna
sýslumanns Oddssonar á
Burstarfelli, og kemur þar
saman við föðurætt Finns.
Móðuramma Finns og kona
Sigurðar hreppstjóra í Múla
var Ingveldur Jónsdóttir, að-
stoðarprests á Hólmum,
Þorsteinssonar bónda, síð-
ast á Laxamýri, Benedikts-
sonar, lögmanns í Rauðu-
skriðu, Þorsteinssonar, sýslu-
manns í Bólstaðahlíð, Benediktsonar, lögrjettumanns
s. st., Björnssonar bónda s. st., Magnússonar, Björns-
sonar, prests á Melstað, ]ónssonar, biskups á Hólum,
Arasonar.
Allar þessar ættir má rekja óslitið upp til landnáms-
manna. En hjer verður látið staðar numið. Að eins
má geta þess, að eftir ættartölunum var Finnur Björns-
son í föðurætt 22. liður frá Snorra Sturlusyni; 27.
liður frá Gissuri hvíta; 28. liður frá þeim Halli á
Síðu og Agli Skallagrímssyni; 30. liður frá Ingólfi
Arnarsyni, landnámsmanni; 31. liður frá Haraldi kon-
ungi hárfagra og 32. liður frá þeim Helga magra
°9 Ingimundi gamla á Hofi í Vatnsdal.
Eins og sjá má á framanrituðu, var Finnur Björns-
son stórættaður og vel ættaður fram í ættir. Það
leyndi sjer heldur ekki, að með honum fólust ýms
einkenni lundarfars fornmanna, sem komu í Ijós, er
minst varði, ,við ýms tækifæri. Hann var í rauninni
spakur að viti, og ráð hans stóðu oft svo djúft, og
lýstu svo mikilli framsýni og ályktanirnar svo miklum
skarpleik og íhugun, að furðu sætti um mann, sem
ekki hafði notið annarar fræðslu en þeirrar, sem al-
menn var bændasonum á uppvaxtarárum hans. Þessir
hæfileikar hlutu að vera arfafje frá einhverjum hinna
göfugu forfeðra hans. Jafnvel fornt víkingseðlið frá
Agli Skallagrímssyni virtist með köflum runnið hon-
um í æðar. Þegar hann kom auga á eitthvað sem
hann taldi þarft og gagnlegt, brann hann í skinninu
af áhuga fyrir að koma því fram. Og þegar erviðleik-
ar og umhverfi hömluðu framkvæmdum, þá svipaði
honum til kappana fornu, ef vjer hugsuðum oss þá
handsamaða og lagða í fjötra. Ekki æðruorð, ekkert
uppþot eða háreysti, en þungt í skapi, sem þeim, er
»fótinn hefur fastan, þá fljúga vill önd«. — Að því
leyti brá honum og í fornmannakynið, að hann var
óvenjulega harður maður af sjer, til að þola sársauka
og þjáningar — brá ekki við sár eða bana. Finnur
var maður, sem vóð, meðan vætt var, og stóð, meðan
stætt var.
Árið 1880 kvæntist Finnur og byrjaði búskap á
Geirólfsstöðum í Skriðdal, með konu sinni Bergþóru
Helgadóttur, og bjó þar jafnan síðan, til dauðadags,
13. apríl 1922, eða í 42 ár. Það sem einkendi Finn
einna mest, sem bónda, var hygni og þrautseigja,
Bergþóra Helgadótlir, 50 ára. Finnur Björnsson, 50 ára.