Óðinn - 01.01.1924, Page 24
24
ÓÐINN
samfara dugnaði og þó einkum það, að.honum virtist
aldrei verða ráða fátt. Það fór og að vonum svo, að
ekki voru til lengdar látnir ónotaðir kraftar og hæfileik-
ar hins hygna úrræðamanns, til opinberrar starfsemi,
enda stóð hann jafnan meðal hinna fremstu að áhuga
í hvívetna, sem að gagni mátti verða og til framfara
horfði. Og ávalt var það rúm vel skipað þar sem
Finnur stóð í fylkingu. Hann var einn af hvatamönn-
um þess, að búnaðarfjelag var stofnað í hrepnum,
enda í stjórn þess frá byrjun. Því starfi gegndi hann
til dauðadags, meira en um aldarfjórðung. Hrepps-
nefndarstörfum gegndi hann og til dauðadags, og
hafði þá setið óslitið í hreppsnefnd á annan aldar-
fjórðung. A því tímabili urðu tíð mannaskifti í nefnd-
inni, en aldrei var reynt að þoka Finni úr sæti. Sýn-
ir þetta traust sveitunga hans, og að þeir töldu hann
ómissandi mann þar. Og svo var um fleiri trúnaðar-
störf, sem valda menn þurfti til. Þannig gegndi Finn-
ur til langframa bæði fræðslunefndar- og sóknarnefnd-
arstörfum, enda dó hann sem formaður sóknarnefndar.
Auk hinnar opinberu starfsemi var Finns oft leitað
af sveitungum hans um margt. Hann var vel hagur
maður, bæði á járn og trje, og voru þau vik og
greiðar ótaldir, sem hann ljet grönnum sínum í tje á
því sviði, oft fyrir lítið gjald eða ekkert. Alþekt var
það og, að ef einhver hinna fátækari bænda sveitar-
innar þurfti að byggja upp hjá sjer, eða ef einhver
varð fyrir vinnutjóni fyrir sjúkdóm eða óhöpp, þá
varð Finnur jafnan manna fyrstur til að stinga upp á,
að hlaupið væri undir baggann af sveitungum og veitt
ókeypis hjálp. Og þetta vildi Finnur oftar en úr varð.
Mjög vel fylgdist Finnur með í þjóðmálum, þó ekki
gæfi hann sig fram opinberlega, og var þar heilbrigð-
ur og skarpur í hugsun. Hann unni mjög sjálfstæði
þjóðarinnar, enda var jafnan þeim megin í þjóðmáladeil-
um. Hins vegar fjell honum það mjög þungt, er honum
virtist sjálfstæðisstjórn landsins fara miður vel úr
hendi. Og það þótti honum grátlegt, ef svo ætlaði að
reynast, að vjer værum ekki færir um að stjórna voru
unga sjálfstæði. En á það virtist honum sumt í stjórn-
arfarinu benda. Hve hjartfólgið áhyggjuefni honum
voru þessi mál, má marka á því, að þegar sveitungar
hans og grannar voru að heimsækja hann og sitja
hjá honum, síðustu dagana sem hann lifði, þá hnje
tal hans mest að því hve tímarnir væru varhugaverðir
og hverja nauðsyn bæri til, að vanda sem best til alls,
fyrst og einkum til þingkosninga, og hver hætta vofði
yfir landi og þjóð, ef sú nauðsyn væri eigi rækt.
Finnur var meðalmaður á vöxt, herðibreiður og
þrekvaxinn og svaraði sjer vel; ljóshærður, bjartur
yfirlitum og skarpleitur. Lundin var ljett og góð, átti
til kýmni og glettni, er svo bar undir, en þó góðlát-
lega svo að jafna fór vel á. Oft brosti Finnur, þegar
aðrir hefðu þráttað, enda var jafnaðargeðið og still-
ingin, á hverju sem gekk, eitt af einkennum hans.
En jafnframt góðlyndinu átti hann til fulla einurð, og
sagði þá skoðun sína með skarpri alvöru, og fylgdi
þá orðum hans svo mikill þungi að venjulega hreif.
Hann var hagyrðingur góður, prýðilega verki farinn,
smiður og vefari góður og ágæt skytta. — Mátti svo
segja, að alt ljeki í höndum honum.
Bergþóra Helgadóttir, kona Finns, er fædd á Geir-
ólfsstöðum í Skriðdal 20. mars 1852, og því rjettum
3 mánuðum yngri en Finnur. Hún er uppalin á Geir-
ólfstöðum, fyrst hjá foreldrum sínum og síðar hjá
móður sinni, eftir að hún varð ekkja, þangað til hún
giftist Finni 1880. Helgi faðir Bergþóru var Hall-
grímsson, hreppstjóra í Stóra-Sandfelli, Asmundssonar,
bónda á Hvalnesi í Lóni, Helgasonar, bónda á Svert-
’ngsstöðum í Eyjafirði, Olafssonar. Kona Helga og
móðir Bergþóru var Margrjet Sigurðardóttir, hrepp-
stjóra á Mýrum í Skriðdal, Eiríkssonar, bónda á Stóra-
steinsvaði, Hallssonar, bónda í Njarðvík, Einarssonar,
Guðmundssonar, Hallssonar, lögrjettumanns í Njarðvík,
Einarssonar digra, lögrjettumanns s. st., Magnússonar,
bónda í Njarðvík, Þorvarðssonar, bónda s. st., Björns-
sonar skafins s. st. ]ónssonar. — Þaðan Njarðvíkur-
ætt. — Um ættfærslu Bergþóru lengra fram má vísa
til aldarminningar móður hennar, sem bráðlega mun
út koma.
Bergþóra var mjög vel gefin kona, skörungur í
lund og að allri gerð. Sótti hún það sjálfsagt til móður
sinnar og móðurafa, Sigurðar hreppstjóra á Mýrum,
sem var afburðamaður á sinni tíð og mesti merkis-
bóndi. Bergþóra var ekki síður vel verki farin á
kvenna vísu, en Finnur á karla, nema fremur væri,
enda ein af allra fremstu konum Fljótsdalshjeraðs á
sinni tíð um alla handavinnu kvenna. Auk þess var
hún fróð kona og fræðigjörn, og einkum mjög vel
heima í sögu og ættfræði, eins og móðir hennar.
Bergþóra var höfðingi í lund og að risnu, sem hvor-
ugt gat leynst, þó að þröngur efnahagur og erfið að-
staða væru henni oft fjötur um fót. Hún var frænd-
rækin kona, vinföst og hollráð, vönd mjög að virðingu
sinni og sinna og frábitin öllu tildri. Ahrifin frá henni
á mann sinn voru ávalt hvetjandi til þess, sem betur
mátti og áfram horfði, og altaf vildi hún hans sæmd
sem mesta. Vafalaust voru sumar framkvæmdir og